Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2013 01:44

Snæfellskonur unnu í Röstinni

Snæfellskonur unnu sannfærandi sigur á Grindvíkingum 76:71 í Dominosdeildinni í körfubolta, í leik sem fram fór í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi. Úrslitin voru öruggari en lokatölur gefa til kynna, en leikurinn var mjög sveiflukenndur. Öll toppliðin unnu sína leiki í umferðinni og staða þeirra því ekki breyst innbyrðis. Snæfellskonur sigla enn lygnan sjó í 2. sæti deildarinnar.  Snæfellskonur byrjuðu ekki vel, voru undir 22:14 eftir fyrsta leikhluta. Með góðum varnarleik tókst þeim að snúa stöðunni við í öðrum leikhluta, sem Snæfellskonur unnu 18:8 og fór því með tveggja stiga forskot inn í leikhléið, 32:30. Gestirnir voru síðan mun betri í vörn og sókn í þriðja leikhluta sem þeir unnu 28:14 og lögðu þar góðan grunn að sigrinum. Þrátt fyrir að heimastúlkur bitu frá sér á lokakaflanum og næðu að minnka muninn verulega í lokin dugði það ekki til og Snæfellskonur stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar í leiknum.

Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst hjá Snæfelli með 22 stig, Kieraah Marlow kom næst með 18, Helga Hjördís Björgvinsdóttir skoraði 8, Berglind Gunnarsdóttir 6, Alda Leif Jónsdóttir og Rósa Indriðadóttir 3 stig hvor.

 

Næsti leikur Snæfellskvenna í Dominosdeildinni verður að stærri gerðinni þegar topplið Keflavíkur kemur í Hólminn laugardaginn 2. febrúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is