Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2013 10:37

Ætla að endurvekja karlakórinn Svani á Akranesi

Næstkomandi þriðjudagskvöld verður haldinn stofnfundur þar sem endurvekja á starfsemi karlakórsins Svana á Akranesi. Fundurinn verður í Tónbergi, sal tónlistarskólans og hefst klukkan 20. Svanir hafa ekki starfað frá árinu 1980. Það er hópur manna sem stendur fyrir endurvakningunni og eru þeir Viðar Einarsson og Svavar K. Garðarsson í forsvari fyrir hópinn. „Svavar tók sig til árið 2008 og fór að safna efni um kórinn og gaf út sögu hans. Það var geysilegt átak og í framhaldi af þessu merka framtaki hans erum við komnir á að nú sé tímabært að vekja drauginn,“ segir Viðar í samtali við Skessuhorn. Kórinn er upphaflega stofnaður árið 1915 og hefur ekki starfað frá árinu 1980, en hann var aldrei formlega lagður niður. „Á þriðjudaginn ætlum við þó að halda stofnfund í Tónbergi og það eru allir velkomnir sem vettlingi geta valdið og vilja vera með okkur. Eftir fundinn á þriðjudaginn verður ekki lokað verður öllum velkomið að mæta á æfingar,“ segir Viðar.

Mikil saga fylgir Svönum

Vanur maður mun hjálpa til við að endurvekja kórinn og svo virðist sem að nægur mannskapur sé til staðar. „Það er búið að fá mann til að leiða kórinn fyrst um sinn. Það er hann Páll Helgason sem ætlar að rétta okkur hjálparhönd við að ýta þessu úr vör og hann er mikil músíkmaður og hefur stofnað marga kóra. Framtíðin byggist á því hve marga við fáum í kórinn en formlega ætlum við að vekja drauginn á þriðjudaginn. Mánudaginn 14. janúar héldum við undirbúningsfund og þar mættu nokkrir, meðal annars ný andlit, þannig að það er fullt af mannskap sem hefur áhuga. Við viljum fá fólk til að mæta og kanna hug þeirra og sjá hvernig útlitið er. Síðan verður boðaður formlegur aðalfundur síðar. Við erum mjög bjartsýnir á að þetta geti gengið og þetta yrði mikið innlegg í menninguna hérna á Akranesi,“ segja þeir félagar Viðar og Svavar.

Saga Karlakórsins Svana er löng og vonast þeir til að endurvekja þá sögu og menningu sem kórnum fylgdi. „Saga þessa kórs er mjög merkileg og við vonum að þau spor sem við ætlum að stíga núna skili bæjarbúum merkilegum kafla í félagssögu bæjarins. Á sínum tíma voru tveir starfandi karlakórar á Akranesi, Söngbræðurnir Svanir og Karlakór Akraness. Þeir sameinast svo og taka úr báðum nöfnum. Karlakór og Svanir. Þess má líka geta að fyrsti tónlistarstjóri Svana var kona, Petrea Sveinsdóttir. Þorrablót Svana voru alltaf merkilegar samkomur og allt fólk í kjól og hvítu. Þetta starf hafði geysilega mikið að segja í menningarlífinu,“ segir Svavar og Viðar. Þeim sem hafa áhuga á að koma að endurvakningu Svani er bent á að mæta á stofnfundinn á þriðjudagskvöldið eða hafa samband við Viðar og Svavar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is