Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2013 01:41

Hilmar valinn Skagamaður ársins 2012

Á fjölmennu þorrablóti Skagamanna sem haldið var í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi sl. laugardag var tilkynnt um val á Skagamanni ársins 2012. Fyrir valinu varð Hilmar Sigvaldson forsvarsmaður að opnun vitans á Breið fyrir óeigingjarnt starf hans og annarra félaga í Vitanum, áhugaljósmynda-félaginu á Akranesi. Hilmar kvaðst í samtali við Skessuhorn vera gríðarlega stoltur af þessari viðurkenningu. „Þetta verkefni er afrakstur af hugmynd sem ég fékk í kjölfar þess að Akranesstofa auglýsti eftir hugmyndum að áhugaverðri nýsköpun í ferðaþjónustu í bæjarfélaginu. Í fyrstu höfðu fáir trú á að viti gæti haft slíkt aðdráttarafl, þótt hann væri opnaður gestum með leiðsögn. Það hins vegar reyndist ástæðulaus ótti og á fyrsta árinu, frá því við byrjuðum í marsmánuði í fyrra, fengum við 3.250 gesti.

Þessi viðurkenning nú er ekki síst heiður fyrir ljósmyndafélagið og félaga þess sem lagt hafa mikla vinnu í þetta verkefni. Þetta var engan veginn eins manns starf. Þá hefur fjöldi tónlistarfólks komið að þessu verkefni með fjölbreyttum tónlistarflutningi, Siglingastofnun sem umsjónaraðili með vitanum lagði okkur lið og ýmsa fleiri væri hægt að nefna. Ég vil þó sérstaklega nefna Skessuhorn sem í óteljandi skipti hefur hjálpað til með kynningu á viðburðum í vitanum. Stóri sigurinn er hins vegar að mínu áliti að sannfæra aðra um að hægt væri að gera góða hluti fyrir lítinn pening,“ segir Hilmar og upplýsir að útlagður kostnaður Akraneskaupstaðar sé innan við 100 þúsund krónur við verkefnið.

 

Hilmar býst við að verkefnið um vitann haldi áfram á þessu ári. „Það hafa ýmsir boðað komu sína til okkar. Í síðustu viku var t.d. kvikmyndtökufyrirtæki úr Reykjavík á ferð og tók upp tónlistarmyndband fyrir Ólaf Arnalds sem hefur t.d. verið að hljóðrita fyrir Sigurrós. Myndband þetta fer í loftið í kringum Sónartónleika sem verða um miðjan febrúar. Þá hefur fjöldi ljósmyndara og ferðafólks verið í vitanum og kynna hann sem áhugaverðan viðkomustað. Þannig mun jákvætt orðspor laða enn fleiri til okkar á þessu ári. Loks má ekki gleyma því að Íslenska vitafélagið verður með vordag á Akranesi 4. maí nk. og er verið að vinna í þeirri dagskrá.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is