Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2013 06:15

Hafró birtir niðurstöður úr rannsókn vegna síldardauða

Síðastliðinn föstudag birti Hafrannsóknastofnun niðurstöður rannsókna á örsökum síldardauðans í Kolgrafafirði í desember. Á þremur dögum í þessum mánuði var farið á vettvang til rannsókna á bátnum Bolla SH. Bergmálsmælingar voru gerðar á magni lifandi síldar innan brúar og mælingar gerðar á seltu, hitastigi, súrefni og styrk næringarefna. Einnig var botninn myndaður. Í firðinum innan brúar voru hiti og selta mjög einsleit, hiti á bilinu 2,1-2,4°C og selta 33,5-33,7 og var nær engin lagskipting á sjónum. Utan brúar var hiti 2,6-3,7°C og selta 33,8-34,6. Súrefnisstyrkur var mjög lágur í firðinum innanverðum eða um 2 ml/l, en utan brúar var hann einnig lágur og segir í niðurstöðum að það megi tengja við blöndun við sjó úr innanverðum firðinum. Styrkur köfnunarefnissambanda, einkum ammoníaks, mun hafa verið hár og mun það benda til að mikið niðurbrot lífræns efnis eigi sér stað í firðinum.

Talsvert magn af lifandi síld mun vera innan brúar eða um 200.000 tonn. Degi seinna hafði síldin að mestu leyti flutt sig út fyrir brú og því greinilegt að síldin flakki fram og til baka undir brúna. Af dauðri síld er það að segja að neðansjávarmyndavél var notuð til að mynda botninn þann 17. janúar og var nánast ekkert af dauðri síld utan við brúna. Innan fjarðar var dauð síld í svipuðu magni og sást í desember og var hún farin að morkna og brotna niður. Ekkert sást af nýlega dauðri síld. Sömu sögu er að segja af fjörunum þar sem mikið er af rotnandi síld og sást ekkert af nýlega dauðri síld.

 

Að lokum segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar: „Megin niðurstöður þessara rannsókna á síldardauðanum í innanverðum Kolgrafafirði um miðjum desember benda til að um stakt tilvik hafi verið að ræða og að enginn viðlíka dauði síldar hafi fylgt í kjölfarið sl. mánuð. Súrefnisstyrkur er ennþá lágur þótt ekkert sýni hafi mælst eins lágt og lægsta mæligildi þann 18. desember. Þessi lági súrefnisstyrkur stafar því bæði af súrefniskrefjandi niðurbroti á dauðu síldinni sem og öndun þeirrar síldar sem er til staðar á svæðinu. Þar sem síldin er auðsjáanlega á miklu flakki undir brúna með sjávarföllunum er ekki ástæða til að ætla að svipaður dauði muni eiga sér stað aftur þrátt fyrir viðvarandi lágan styrk súrefnis þar.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is