Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2013 03:39

Leitað til nágrannasjúkrahúsa eftir aðstoð við LHS

Tvívegis á skömmum tíma hefur fjöldi sjúklinga á Landsspítalanum verið settur í einangrun vegna skæðra umgangspesta og sýkinga. Viðbragðsstjórn Landspítalans ákvað á fundi sínum í dag að óska eftir aðstoð frá nágrannasjúkrahúsum, þar á meðal Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Í tilkynningu á heimasíðu Landsspítalans frá viðbragðsstjórn segir að mjög mikið álag sé á allri starfsemi, en 37 sjúklingar eru nú í einangrun. Undanfarna daga hafa öll sjúkrarúm verið tekin í notkun sem mögulega hefur verið hægt að koma fyrir og manna. Búið er að draga úr allri valstarfsemi og aðeins því allra brýnasta sinnt að sinni. Starfsfólkið hafi staðið sig gríðarlega vel í að bregðast við þessum erfiðu aðstæðum.

„Leitað hefur verið eftir aðstoð nágrannasjúkrahúsanna og óskað eftir að þau taki að sér meðferð tiltekins fjölda sjúklinga sem hér eru. Leitað verður eftir samvinnu sjúklinga og aðstandenda við að nýta þessi pláss. Staðan í dag er enn óljós þar sem ekki liggur fyrir hversu margir sjúklingar útskrifast í dag. Því mun viðbragðsstjórn koma aftur saman nú síðdegis og endurmeta stöðuna,“ segir í tilkynningunni frá LHS í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is