Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2013 10:26

Landeigendur við Norðurá höfnuðu tilboðum SVFR

Fundur í Veiðifélagi Norðurár í Borgarfirði fór fram í kvöld á Bifröst. Fundarmenn samþykktu þar með afgerandi mun að hafna framkomnum tilboðum í veiðirétt í Norðurá. Þá ítrekaði fundurinn fyrri samþykktir um umboð stjórnar til að vinna að útleigu árinnar, en eins og kunnugt er rennur núverandi samningur við Stangaveiðifélag Reykjavíkur út eftir veiðisumarið 2013. Þann 20. janúar sl. voru opnuð tilboð í leigu árinnar frá og með veiðisumringu 2014. Tvö gild tilboð bárust, bæði frá SVFR. Hæsta boð var upp á 83,5 milljónir króna og var um að ræða lækkun frá núverandi leiguverði sem er 85 milljónir. Mikill einhugur var meðal veiðifélagsmanna að hafna tilboðum SVFR.

 

 

 

 

Félagsmenn í Veiðifélagi Norðurár eru 41. Af þeim voru 32 mættir. 28 samþykktu tillögu um að hafna framkomnum tilboðum, en fjórir voru á móti. Aðspurð segir Birna G Konráðsdóttir formaður veiðifélagsins að nú muni menn taka sér góðan tíma í að meta næstu skref.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is