Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2013 09:49

Innbrota- og þjófnaðarhrina á Grundartanga

Töluvert hefur verið um innbrot og þjófnaði í fyrirtæki og hjá verktökum á Grundartanga að undanförnu. Meðal annars hefur verið stolið margs konar verkfærum og mörg hundruð lítrum af díselolíu. Áætluð verðmæti er vel á þriðju milljón króna. Vill lögreglan í Borgarfirði og Dölum beina því til fólks að hafa samband í síma 433-7612 ef það hefur einhverjar upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir á Grundartanga er gætu tengst þessum innbrotum. Rauður yfirbyggður pallbíll, hugsanlega Toyota hilux, sást að því er virtist í erindisleysu á svæðinu en ekki er vitað um skráningarnúmerið á þeim bíl enn sem komið er.

Að sögn hefur lögreglan ítrekað lagt til í forvarnarskyni á liðnum árum að forsvarsmenn fyrirtækja á Grundartanga taki upp sameiginlega hliðvörslu og lokun Grundartangavegar upp undir þjóðvegi. Þar verði sett upp lokað hlið og vöktun til að hindra að óviðkomandi umferð eigi greiðan aðgang niður á verksmiðju- og athafnasvæðið. Fyrir er vöktun á hafnarverndarsvæðinu en hún er innan girðingar um hafnarsvæðið og dugar því lítið fyrir utan það svæði. Lögreglan segir að þegar kom til tals að loka Grundartangaveginum fyrir nokkrum árum voru vandkvæði á því að takmarka umferð um veginn vegna skráðrar búsetu á bænum Katanesi, en hún sé ekki lengur fyrir hendi.

Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn segir að eftir að LBD hætti að hafa umsjón með tollgæslunni á Grundartanga hafi dregið mikið úr sýnilegu eftirliti á svæðinu. LBD hafi áfram vegabréfaeftirlit með áhöfnum skipa sem koma frá löndum utan Schengen svæðisins. Þegar mest var fór lögreglan yfir 400 ferðir á Grundartangann á ári hverju en ferðirnar voru innan við 100 á síðasta ári. Vegna aðhalds og sparnaðar í rekstri löggæslunnar hefur dregið mikið úr sýnileika lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is