Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2013 09:01

Ætla að varðveita beinagrind búrhvalsins úr Beruvík

Í marsmánuði í fyrra rak búrhval á land í Beruvík undir Jökli. Auðvelt var að komast að hvalnum þar sem hann lá í fjöruborðinu og vakti hann fljótt forvitni og áhuga ferðafólks eftir að fréttir birtust af rekanum. Flestir létu sér nægja að rölta í kringum ferlíkið og skoða það og höfðu af því fróðleik og ánægju. Einhver ferðamaður kom þó svo vel búinn á staðinn að hafa með sér sög. Sá notaði verkfærið til að saga bút af tanngarðinum með stærstu tönnunum og hafa á brott með sér. Þessi skemmd á hvalnum virðist ekki hafa komið að sök gagnvart ferðafólki, en mun gera það nú þar sem ákveðið hefur verið að hreinsa og geyma beinagrindina. Í sumar var stanslaus straumur ferðafólks að hvalrekanum og hefur verið nokkur í haust og það sem af er vetri.

 

 

 

 

 

„Nú er lítið eftir af hvalnum nema beinagrindin og er hún að liðast í sundur. Stefnt er að því að bjarga sem mestu af beinunum og er ætlunin að koma þeim fyrir í Sjóminjasafninu í Sjómannagarðinum á Hellissandi. Tvær ferðir hafa verið farnar til að bjarga þeim beinum sem laus eru orðin. Það eru nokkrir hryggjarliðir og kjálkarnir sem sagað var af sem búið er að bjarga. Það myndi veita þeim sem standa í þessu björgunarverki ánægju ef sá sem sagaði og tók með sér framan af kjálkunum skilaði því sem hann tók til björgunarmanna sem eru hér á meðfylgjandi mynd, eða skildi það bara eftir á áberandi stað í Sjómannagarðinum. Tennurnar þurfa ekki að fylgja með,“ segir Skúli Alexandersson á Hellissandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is