Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2013 01:01

Gera ráð fyrir stærra Fjórðungsmóti en áður á Kaldármelum

Hestamannafélögin á Vesturlandi hafa boðið hestamönnum á öðrum svæðum í Norðvesturkjördæmi að taka þátt í Fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum nú í sumar. Félögin sem standa að mótinu eru Dreyri á Akranesi, Faxi í Borgarfirði, Glaður í Dalasýslu, Skuggi í Borgarnesi og Snæfellingur á Snæfellsnesi. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og hefur Bjarni Jónasson í Grundarfirði verið ráðinn framkvæmdastjóri mótsins líkt og undanfarin þrjú Fjórðungsmót. „Á síðasta móti buðum við Skagfirðingum og Húnvetningum að taka þátt og tókst það mjög vel. Í ár vonum við að enn fleiri frá þessum landshluta sjái sér fært að taka þátt og að mótið verði enn stærra en síðast. Hverjum hesti fylgja auðvitað áhorfendur,“ sagði Bjarni Jónasson í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

Fulltrúar félaganna á svæðinu hittu framkvæmdanefnd mótsins á fundi sem haldinn var á Gauksmýri 16. janúar síðastliðinn. Þar var ákveðið að hestamannafélögin í Skagafirði og Húnavatnssýslu myndu eiga þátttökurétt á mótinu og standa fyrir úrtökum fyrir sína félagsmenn en mótið verður haldið dagana 3.-7. júlí á Kaldármelum. Í Skagafirði eru hestamannafélögin Léttfeti á Sauðárkróki, Stígandi í Skagafirði og Svaði á Hofsósi. Í Húnavatnssýslu eru það Neisti og Þytur sem koma að samstarfinu. Einnig hefur hestamannafélögum á Vestfjörðum verið boðið að taka þátt í mótinu.

Gert er ráð fyrir að fimmtíu félagsmenn verði á bak við hvern hest í keppni og standa vonir til þess að með þessu verði fjöldi hrossa í fremstu röð í keppni á mótinu. Gert er ráð fyrir kynbótasýningu á mótinu, auk ræktunarbússýninga fyrir bú á svæðinu. Haldin verður opin töltkeppni og jafnvel opin gæðingakeppni fyrir stóðhesta eins og gert var bæði 2001 og 2005. Sett verður upp heimasíða fyrir mótið og verður hún opnuð fljótlega. „Undirbúningur mótsins er á byrjunarstigi en að auki verða að sjálfsögðu veglegar kvöldvökur og dansleikir eins og iðulega,“ sagði Bjarni Jónasson framkvæmdastóri mótsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is