Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2013 08:01

Endurbætt miðálma Brákarhlíðar tekin í notkun í vor

Framkvæmdir er nú í fullum gangi í Brákarhlíð í Borgarnesi. Þar er unnið að breytingum á miðálmu heimilisins og húsið fært til ámóta skipulags og er í nýju álmunni sem tekin var í notkun í júní á síðasta ári. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Brákarhlíðar, miðar framkvæmdum vel áfram og á hann von á því að endurbætt miðálma verði tekin í notkun í vor, eða um mánaðamótin apríl og maí. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðan í ágúst á síðasta ári og hefur álman, sem byggð var árið 1975, tekið stakkaskiptum síðan endurbætur hófust. Eldri milliveggir og innréttingar hafa orðið að víkja fyrir nýjum og að sama skapi hafa rafmagns- og vatnsleiðslur verið endurnýjaðar. Eftir breytingarnar verða herbergi heimilisfólks með sama sniði og í nýju álmunni þar sem þau eru 30-35 fermetrar að stærð, búin stóru baðherbergi auk eldhússkróks. Einnig verða ný stoð- og vinnurými starfsfólks tekin í notkun í miðálmunni. Það er Byggingafélag Borgfirðinga ehf. sem annast framkvæmdir í Brákarhlíð ásamt undirverktökum, en að félaginu standa eins og kunnugt er nokkur iðnaðarfyrirtæki á svæðinu sem tóku höndum saman þegar framkvæmdir við stækkun og breytingar hófust í Brákarhlíð.

 

 

 

 

Nýjungar á lóð

Einnig eru framkvæmdir í gangi á lóð Brákarhlíðar. Unnið er að byggingu nýs inngangs sem verður í austurhluta Brákarhlíðar á horninu við Ánahlíð. Fyrir framan innganginn verður hringtorg og skábraut sem auðveldar aðgengi. Bjarki segir að malbikun fari fram í vor eða um það leiti sem malbikunarstöðvar opna. Á miðri lóð Brákarhlíðar, nánar tiltekið á milli tengigangs við íbúðablokkina að Borgarbraut 65a og nýju álmu Brákarhlíðar, er búið að leggja drög að garði. Göngustígur garðsins hafa nú þegar verið steyptir en þökulagning og gróðursetning bíður vors. Þar er nokkuð skjólsælt og vonast Bjarki til að þarna verði góður reitur fyrir heimilisfólk og gesti Brákarhlíðar til að njóta útiveru í framtíðinni.

 

Verklok í janúar 2014

Þegar miðálman verður tilbúin í vor segir Bjarki að strax verði reynt að hefja lokakaflann í framkvæmdunum þegar elsta álma heimilisins, sem snýr að þjóðveginum, verður endurnýjuð. Byggingarnefnd Brákarhlíðar hittist vikulega til að fylgjast með gangi framkvæmda vinnur nú að fjármögnun verksins. „Okkar von er sú að afhendingartími standist, ekki síst í sambandi við verklok á miðálmunni. Þegar hún verður tilbúin þá verður aðbúnaður heimilisfólks og starfsfólks viðunandi. Meiri samfella kemst þá í starfsemi Brákarhlíðar en eðli máls er nokkuð rask á henni vegna framkvæmdanna sem í gangi eru. Gott samkomulag er þó á milli iðnaðarmanna, starfsfólks Brákarhlíðar og heimilisfólks,“ segir Bjarki sem áætlar að öllum framkvæmdum í Brákarhlíð verði lokið í janúar 2014.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is