Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2013 06:31

Mikill launakostnaður vegna uppsagna stjórnenda

Að undanförnu hefur verið talsvert um uppsagnir fólks í stjórnunarstöðum hjá Akraneskaupstað. Annars vegar tengjast þær þeim hræringum sem orðið hafa af ýmsum ástæðum í kringum bæjarstjóra- og bæjarritarastólana og hinsvegar vegna skipulagsbreytinga sem ákveðnar voru í desember. Í svari við fyrirspurn sem Skessuhorni beindi til núverandi bæjarstjóra, kemur fram að 23 mannmánuðir þess starfsfólks sem nú nýtur starfslokasamninga mun á þessu ári kosta Akraneskaupstað 22,4 milljónir króna. Í svari við fyrirspurninni kemur fram að Árni Múli Jónasson fyrrverandi bæjarstjóri mun njóta launa til loka apríl nk. Mun heildargreiðsla til hans með launatengdum gjöldum verða 4,6 milljónir króna á þessu ári. Jón Pálmi Pálsson fyrrverandi bæjarritari mun samkvæmt svarinu þiggja 11 mánaða laun samkvæmt starfslokasamningi til ársloka. Með launatengdum gjöldum nemur kostnaðurinn 12,9 milljónum króna á þessu ári, þ.e. í 12 mánuði. Ellefu mánaða kostnaður við starfslokasamninginn er 11.610.000 kr.

 

 

 

 

Uppsagnarfrestur verkefnisstjóra Akranesstofu og starfsmanna- og gæðastjóra er þrír mánuðir. Heildargreiðslur vegna þeirra er 4,9 milljónir króna. Þessi störf voru lögð niður í kjölfar samþykktra skipulagsbreytinga frá 11. desember sl. Auk þess rennur tímabundinn samningur við atvinnuráðgjafa út á árinu en sá samningur er ekki með sérstökum uppsagnarfresti. Á móti verður auglýst nýtt starf við atvinnu- og menningarmál.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir í svari við fyrirspurninni að áætlaður sparnaður vegna þessara skipulagsbreytinga sé um 20 milljónir króna á ársgrundvelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is