Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2013 08:01

Ungur og upprennandi barnabókahöfundur

Stundum gerist það að rithöfundar og bókaútgefendur líta inn á ritstjórn Skessuhorns til að kynna bækur sínar. Afar fátítt er að jafn ungur rithöfundur komi í heimsókn og í gær þegar Edda Lilja Hjaltadóttir kom ásamt Anítu Rós yngri systur sinni. Edda Lilja er aðeins þrettán ára og verður fermd í vor, en hún var að senda frá sér sína fyrstu barnabók sem heitir Ævintýri Markó mús. Hún sá um alla vinnslu á bókinni sjálf og er þegar byrjuð að skrifa framhald sögunnar.

Edda Lilja segist hafa byrjað að skrifa þessa sögu fyrir tveimur árum. „Ég handskrifaði handritið og teiknaði myndir með. Ég fékk svo að skrifa söguna inn í ferðatölvuna hjá mömmu og pabba, en svo fékk ég spjaldtölvu í jólagjöf núna um síðustu jól,“ segir Edda Lilja.

Sagan fjallar eins og nafnið bendir til um ævintýri Markó músar og systkina hans tveggja sem reyndar eru orðin þrjú undir lok sögunnar. Margir fleiri koma við sögu, eins og álfkona, risaeðla, prinsessa og furðudýr. Margt er að gerast í sögunni og meðal annars gerast ævintýrin í ferðalagi í hjólhýsi. Sagan er ríkulega myndskreytt og segir Edda Lilja að myndirnar vísi til textans á næstu síðu.

Edda Lilja á heima á Suðurgötu á Akranesi og var þegar búin að selja um 20 eintök af bókinni þegar hún kom í heimsókn á ritstjórnina, en hún selur bókina sjálf. Meðal annars sagðist hún hafa selt nokkur eintök í Brekkubæjarskóla, skólanum sínum. Edda Lilja hefur átt heima á Akranesi í sjö ár, en þar áður átti hún heima á Skagaströnd, í Hnífsdal og í Danmörku. Aðspurð segist hún snemma hafa orði læs og alltaf fengið góðar einkunnir í skóla, svo sem fyrir ritgerðir. „Ég var orðin læs fimm ára og strax þegar ég byrjaði í skóla var ég farin að lesa sögur eins og þessa sem ég skrifaði. Þegar ég var svona átta ára fékk ég svo áhuga fyrir að skrifa mínar eigin sögur,“ segir Edda Lilja. Blaðamaður Skessuhorns las aðeins í sögunni um Markó mús og sá að stíllinn var ansi þroskaður. Það var því von að Edda Lilja væri spurð hvort stefnan væri sett á að verða rithöfundur og þá helst að komast á listamannalaun. Þá fór Edda Lilja að hlæja og segir. „Jú, mig langar svolítið til þess.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is