Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2013 06:45

Stefnt á reglulega kynningarfundi með ferðaþjónustufólki á Vesturlandi

„Við höfum verið að fá í síauknum mæli fyrirspurnir frá fyrirtækjum sem eru í vöruþróun, ráðgjöf eða hugbúnaðarfyrirtækjum. Þetta eru aðallega fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu, sem vilja komast í samband við ferðaþjónustufólk í landshlutanum. Þetta eru oft fyrirtæki sem bjóða upp á vörur sem varða hagsmuni ferðaþjónustunnar og á erindi á Vesturland. Þess vegna ákváðum við að fara af stað með reglulega kynningarfundi með ferðaþjónustunni þar sem þessum fyrirtækjum er boðið að halda kynningar auk þess sem Markaðsstofan getur kynnt sín verkefni hverju sinni. Á sama tíma verður til vettvangur fyrir ferðaþjónustufólk til að kynna sér þjónustu þessara fyrirtækja. Þetta eru svokallaðir súpufundir með hefðbundnum kynningum og síðan geta gestir keypt sér léttan hádegisverð eða súpu,“ segir Rósa Björk Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands í samtali við Skessuhorn.

Fyrsti kynningarfundurinn var haldinn á Landnámssetrinu í Borgarnesi mánudaginn 21. janúar síðastliðinn. „Við leggjum áherslu á að halda þessa fundi vítt og breytt um landshlutann og helst hjá ferðaþjónustufyrirtækjum líkt og hótelum eða veitingarhúsum svo þau njóti góðs af.“

Alls komu þrjú fyrirtæki á fyrsta kynningarfundinn. Þetta eru fyrirtækin Gekon, Be Iceland og Around Iceland-Ari Café. Ráðgjafafyrirtækið Gekon vinnur nú að því að kortleggja og móta klasasamstarf í íslenskri ferðaþjónustu. Be Iceland er einstakt snjallsímaforrit eða „app“ sem erlendir ferðamenn geta nýtt sér á ferð sinni um landið. Appið veit hvar þú ert og stingur upp á veitingastöðum, gististöðum og afþreyingu út frá því hvert styðst sé að fara. Around Iceland-Ari Café er kaffihús þar sem hægt verður að upplifa hvern landshluta Íslands í máli og myndum. „Erlendir ferðamenn sem koma til Íslands stoppa almennt mjög stutt og mest hefur aukningin á komum ferðamanna verið í Reykjavík. Hér er á ferðinni ný leið til að sýna þeim allt sem er í boði í öðrum landshlutum,“ segir Rósa Björk en kaffihúsið mun verða í samstarfi við markaðsskrifstofur allra landshluta og verður opnað í apríl á þessu ári. Næsti kynningarfundur Markaðsstofu Vesturlands verður í lok febrúar á Snæfellsnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is