Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2013 10:01

Vilja betri umferðarmerkingar

Á fundi bæjarráðs Snæfellsbæjar í síðustu viku var krökkunum í 1. bekk grunnskólans þakkað fyrir erindi sem þau sendu inn til ráðsins og bentu þar á úrbætur í umferðarmálum. Bæjarráð lýsti af því tilefni yfir ánægju sinni með áhuga þeirra fyrir umhverfi sínu. Í bókun ráðsins segir að margar ljómandi góðar ábendingar komi fram í erindinu og hafi þær verið afhentar tæknideild Snæfellsbæjar. Vonandi verði hægt að gera einhverjar úrbætur á umferðarmerkjum og umferðarskiltum sem allra fyrst.

Að sögn Eydísar Sólar Jónsdóttur umsjónarkennara 1. bekkjar hafa krakkarnir farið í gönguferðir einu sinni í viku hverri í vetur.

„Þeir voru á meðal annars í umferðarfræðslu, þar sem þau lærðu um gangbrautir og umferðamerki, en umferðarfræðslan er partur af átthagafræði skólans. Í ferðum okkar um bæinn tóku börnin eftir því að á mörgum stöðum vantaði gangbrautir og skilti. Einn nemandinn komst þannig að orði að við kæmumst ekki yfir eina götuna þar sem að það vantaði gangbraut. Þá kviknaði sú hugmynd um að skoða bæinn okkar betur og athuga hvort að það væri á fleiri stöðum sem vantaði gangbrautir eða skilti. Krakkarnir voru fljótir að átta sig á nokkrum stöðum og fór af stað umræða um það hvernig við gætum bætt úr þessu. Varð niðurstaðan sú að við færum með bréf til bæjarstjórans okkar. Það gerðum við svo þann 10. janúar síðastliðinn og fengum við góðar móttökur hjá bæjarstjóranum,“ segir Eydís Sól umsjónarkennari 1. bekkjar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is