Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2013 11:01

"Þeir fóru betur með mann amerísku bílarnir"

Grétar Jónsson er alinn upp á Hávarsstöðum í Leirársveit og hefur átt heima þar mest alla ævi, fyrst með foreldrum sínum og bræðrum, en síðan einn. Síðustu árin hafa dóttir hans og tengdasonur tekið að mestu við búskapnum en þau reistu sér nýtt hús á jörðinni fyrir nokkrum árum. Grétar er sonur hjónanna Sigríðar Beinteinsdóttur frá Grafardal og Jóns Magnússonar frá Brekku á Hvalfjarðarströnd. Hann fæddist á Brekku ásamt Gunnari Magnúsi tvíburabróður sínum árið 1938 en þaðan fluttu foreldrar hans að Litla-Lambhaga þar sem þau bjuggu næstu fjögur árin. Síðan voru þau eitt ár á Draghálsi en þá keyptu þau Hávarsstaði í Leirársveit þar sem þau bjuggu síðan alla tíð.

Sigríður móðir Grétars var ljóðskáld gott og tvær bækur komu út með ljóðum hennar. „Já, hún var talsvert hagmælt og þau öll systkinin frá Grafardal. Þau voru átta og það liggur eitthvað eftir þau öll á prenti en þó ekki heilu bækurnar frá þeim öllum,“ segir Grétar en segist yrkja lítið sjálfur þótt hann hafi gaman af ljóðum og kvæðum sem hann hefur viðað að sér í gegnum tíðina og eigi því gott safn kvæða eftir marga.

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við Grétar Jónsson bónda á Hávarsstöðum í Leirár- og Melasveit.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is