Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2013 01:01

Mikil fjölgun ferðamanna á Hofi

Þau Sigurður Narfason og Laila Bertilsdóttir hafa rekið Gistiheimilið Hof í Staðarsveit í níu ár og hafa byggt svæðið upp frá árinu 1996. Árið 2001 hættu þau búskap og fóru að starfa eingöngu við gistiheimilið. Nýverið byggðu þau átta ný hús undir gistirými við gistiheimilið og vinna er hafin á tveimur húsum sem eiga að vera klár fyrir sumarið. Auk þess voru þau með eitt raðhús, skipt niður í sex einingar. „Við byrjuðum í rauninni með tvær hendur tómar í ferðaþjónustunni. Við byrjuðum með eina íbúð og ári seinna voru þær tvær. Árið 2006 vorum við komin með fimm íbúðir. Við höfum verið að byggja fyrirtækið upp smátt og smátt,“ segir Laila. Þökin á öllum húsunum hjá þeim Sigurði og Lailu hafa verið þakin torfi og mold. „Það hefur verið gríðarleg jarðvegsvinna hérna hjá okkur. Þetta eru tveir hektarar sem ég er búinn að þökuleggja hérna. Síðasta sumar rigndi svo lítið að torfið brann mjög mikið, ég hef aldrei upplifað svona þurrk áður,“ segir Sigurður.

 

Nánar er rætt við Sigurð Narfason og Lailu Bertilsdóttur í blaði vikunnar.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is