Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2013 11:01

Sólheimamóri lætur enn á sér kræla

Þótt ekki séu mörg böllin í félagsheimilinu Dalabúð yfir árið, þá gegnir húsið veigamiklu hlutverki í samfélaginu í Dölum, m.a. í tengslum við Auðarskóla sem er á næstu lóð. Í Dalabúð er mötuneyti skólans og húsnæðið nýtist ágætlega fyrir nemendur bæði í leik- og grunnskóladeild. Pétur Óskarsson frá Leiðólfsstöðum hefur gegnt starfi húsvarðar við Dalabúð og Auðarskóla á þriðja ár. Blaðamaður Skessuhorns var búinn að mæla sér mót við Pétur í spjall um miðja síðustu viku og hitti þá reyndar fyrst fyrir tvo smiði sem eru að klæða og einangra Dalabúð að utan. Smiðirnir voru í morgunkaffi og talið barst m.a. að heilsufari smiðsins sem slasaðist í göngunum á Fellsströnd í haust og á enn langt í langt með að ná sér eftir krossbandaslit í því óhappi. Pétur bættist í hópinn í þann mund sem þetta bar á góma og snéri þessu upp í það að ekki væri ólíklegt að draugurinn Sólheimamóri hafi verið þarna á ferð, sem og í fleiri óhöppum sem orðið hafa á svæðinu seinni árin, einkum þau sem hent hafi Laxdæli.

 

Spjallað er við Pétur Óskarsson húsvörð í Dalabúð í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is