Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2013 12:02

Ný lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög

Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum um skráð trúfélög sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram sem stjórnarfrumvarp á síðasta þingi. Nýju lögin heita Lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. “Samþykkt breytinganna er mikið mannréttindamál en stærsta breyting frumvarpsins felst í því að veraldlegum lífsskoðunarfélögum er gert kleift að sækja um skráningu sem lífsskoðunarfélag. Þar með viðurkennir Alþingi að jafnræði skuli vera á milli veraldlegra og trúarlegra lífsskoðana hvað ýmsa grunnþætti varðar en frumvarpið snertir þó ekki á þeim lagalegu og fjárhagslegu forréttindum sem Þjóðkirkjan ein nýtur,“ segir í tilkynningu frá Siðmennt af þessu tilefni.

 

 

 

 

„Þá er einnig mikið fagnaðarefni að nýju lögin kveða á um að nýburar séu ekki sjálfkrafa skráðir í trú- eða lífsskoðunarfélag móður, nema að faðirinn sé í sama félagi. Foreldrar með ólíka skráningu í trú- eða lífsskoðunarfélag þurfa að ákveða það saman hvort þau ætli að skrá barn sitt í eitthvert slíkt félag og þá ef að þau gera það, verða þau að komast að samkomulagi um það. Siðmennt mun í framhaldi gildistöku laganna senda inn umsókn til ráðuneytisins um skráningu sem lífsskoðunarfélag og tryggja þannig 300 félagsmönnum Siðmenntar jafnræði á við fólk sem skráð er í trúfélög.“ Að lokum segir að Siðmennt hafi unnið að þessu máli í yfir tíu ár og fagni því niðurstöðunni mjög. „Þeir þingmenn sem lögðu málinu lið á undanförnum árum og greiddu því síðan atkvæði eiga þakkir fyrir og ekki síður hrós skilið fyrir að vinna mannréttindum lið,“ segir Siðmenntarfólk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is