Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2013 12:52

Virkni og vinna - liðsstyrkur á Akranes

Í morgun gerðist Akraneskaupstaður formlega þátttakandi í atvinnuátakinu „Virkni og vinnu – Liðsstyrkur,“ með undirskrift samnings um verkefnið. Það var Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd stjórnvalda sem eru einn samstarfsaðila að verkefninu, en hinir eru stéttarfélögin, atvinnurekendur og sveitarfélögin. Verkefninu sem hleypt var að stokkunum um áramótin er einkum ætlað að ná til þeirra sem hafa átt við langvarandi atvinnuleysi að stríða. Guðbjartur ráðherra sagði við þetta tækifæri að það væri mikið fagnaðarefni að Akraneskaupstaður tæki þátt í verkefninu. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sagði að verkefnið væri spennandi og Akraneskaupstaður hefði verið mjög virkur í atvinnuátaksverkefnum.

Megininntak Virkni og vinnu - liðsstyrks, sem metið er eitt umfangsmesta atvinnuátaksverkefni sem ráðist hefur verið í, er að vinna skapist fyrir vinnufæra og vinnufúsa á sama tíma. Heildarkostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við verkefnið er áætlaður 2,7 milljarðar króna, en þess ber að geta að tryggingagjald sem fyrirtæki greiða af öllum launum starfsmanna eru tekjur Atvinnuleysistryggingasjóðs.

 

Reiknað er með að um 60% einstaklinga í hópi langtímaatvinnulausra þiggi starfstilboð svo skapa þarf 2.200 tímabundin ný störf fyrir þessa einstaklinga á þessu ári. Sveitarfélög muni bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf. Markmiðið Virkni og vinnu - liðsstyrks er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá tilboð um starf. Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð, samtals um 186 þúsund krónur miðað við fullt starf. Gert er ráð fyrir að atvinnurekandi geri síðan hefðbundinn ráðningarsamning við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is