Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2013 09:25

Hefnd hjá Snæfelli í Garðabænum

Það var sannkallaður toppslagur sem fram fór í Ásgarði í Garðabæ í gær þegar Snæfellingar sóttu Stjörnuna heim í Dominosdeildinni. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda, en að lokum knúðu gestirnir fram eins stigs sigur 89:88. Sigurinn var sæt hefnd fyrir Snæfell eftir tapið gegn Stjörnunni í bikarnum á dögunum. Eftir sigurinn er Snæfell jafnt Þór Þorlákshöfn í öðru og þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur minna en Grindavík sem er á toppnum. Hart var barist í öllum fjórðungum í leiknum í Ásgarði. Snæfell leiddi með tveimur stigum, 23:21 að loknum fyrsta leikhluta. Heimamenn voru einu stigi yfir í hálfleik 48:47 og einnig eftir þriðja leikhluta 67:66. Sama barátta hélt áfram í fjórða leikhluta. Liðin skiptust á að skora og þegar mínúta lifði af leiknum renndi Jarrid Frye sér í gegnum vörn Snæfells með glæsilegri hreyfingu og kom Stjörnunni í þriggja stiga forystu en Jay Threatt svaraði að bragði. Stjörnumenn misnotuðu næstu sókn og því var eins stigs munur á liðunum þegar 20 sekúndur voru eftir og Snæfell í sókn. Jay Threatt, sem átt stórgóðan leik sýndi algjörar stáltaugar og smellti niður í galopnu færi þegar rétt rúmar sex sekúndur voru eftir á klukkunni. Stjörnumenn tóku leikhlé.

Justin Shouse fékk boltann í hendurnar en tókst ekki að skora á ögurstundu gegn sínu gamla liði og Snæfellingar fögnuðu innilega sætum baráttusigri í algjörum hörkuleik 88:89.

 

Hjá Snæfelli átti Jay Threatt með 28 stig auk þess að gefa 9 stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson kom næstur með 18, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16, Asim McQueen 10, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Ólafur Torfason 6 og Hafþór Ingi Gunnarsson 4. Jón Ólafur Jónsson skoraði aldrei þessu vant ekki í leiknum, lenti snemma í villuvandræðum, en vann mjög vel og skilaði sínu.

 

Snæfell fær KR í heimsókn nk. mánudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is