Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2013 03:01

Svanurinn kominn á flug

Karlakórinn Svanur á Akranesi var formlega endurvakinn eftir þrjátíu ára dvala með stofnfundi og fyrstu söngæfingu sl. þriðjudag. Á fundinn og æfingu í Tónbergi mættu 22 karlar ásamt Páli Helgasyni sem tekið hefur að sér söngstjórn til að byrja með. „Við erum bara ágætlega ánægðir með mætinguna á fyrstu æfinguna en stefnum á að tvöfalda fjöldann í kórnum sem fyrst, þannig að við verðum að lágmarki 40. Kjörstærð til að gera kór sem þennan góðan er hins vegar 50-60 karlar og tekst okkur það vonandi,“ segir Svavar Garðarsson hvatamaður að endurstofnun kórsins.

 

 

 

 

Karlakórinn Svanur heldur æfingar sínar klukkan 19:30 á þriðjudagskvöldum í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Á fyrstu æfingu var körlunum skipað niður í raddir. Svavar segir að bæði vanir söngmenn sem óvanir hafi mætt á fyrstu æfingu. „Við höfum bæði reynslubolta í okkar röðum sem og óslípaða demanta. Í kórinn geta söngelskir menn mætt þótt þeir hafi aldrei stundað kórsöng áður. Bara endilega að mæta og skapa skemmtilega stemningu,“ segir Svavar Garðarsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is