Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2013 12:34

Þýðingarmikill sigur Skallagríms gegn Fjölni

Lið Skallagríms í Dominos deild karla í körfubolta landaði þýðingarmiklum sigri gegn Fjölni úr Grafarvogi í gærkvöldi en liðin keppast um að ná sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Leikið var í Borgarnesi. Heimamenn höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en þurftu þó að leggja sig meira fram en áður þar sem miðherji þeirra, hinn stóði og stæðilega Haminn Quaintance, var fjarri góðu gamni sökum meiðsla. Fyrsti leikhluti var þó með jafnara móti og höfðu Fjölnismenn yfir að honum loknum 28:30. Borgnesingar mættu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og beittu sér af fullum þunga í sókn sem vörn. Þegar flautað var til hálfleiks voru þeir komnir með forystuna enda staðan 53:41.

Í þriðja leikhluta vörðu heimamenn forskot sitt fimlega og héldu gestunum úr Grafarvogi í seilingarfjarlægð. Staðan að loknum leikhlutanum 74:63. Fjölnismenn voru þó hvergi hættir. Fjórði leikhlutinn hófst með þaulskipulögðu áhlaupi þeirra og höfðu Borgnesingar fáa mótleiki um tíma til að stemma stigu við sóknarþunga gestanna. Skallagrímsmenn fundu þó svar að endingu, vörðu forystu sína með fimlegum hætti á lokamínútunum og uppskáru að endingu kærkominn, þó nauman, tveggja stiga sigur. Lokatölur 85:83.

 

Carlos Medlock átti stórleik í liði Skallagrímsmanna og skoraði 40 stig. Næstur á eftir honum kom hinn ungi og efnilega Davíð Ásgeirsson með 13 stig. Einnig skoraði Hörður Hreiðarsson 11 stig, Sigmar Egilsson 8, Páll Axel Vilbergsson 7 og þá skoruðu Trausti Eiríksson og Orri Jónsson 3 stig hvor. Borgnesingar verma nú áttunda sæti Dominos deildarinnar með 12 stig og eru fjórum stigum á undan Fjölni. Þetta þýðir að staða Borgnesinga með tilliti til sætis í úrslitakeppni deildarinnar er vænleg. Margir leikir eru þó framundan og allt getur gerst.

 

Næsti leikur liðsins er gegn ÍR í Seljaskóla í Reykjavík næsta fimmtudag og hefst leikurinn kl. 19:15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is