Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2013 01:36

Umhverfisráðherra kynnti sér aðstæður í Kolgrafafirði

Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótti Grundfirðinga í gær og kynnti sér aðstæður við Kolgrafafjörð í kjölfar síldardauðans þar í desember. Ræddi hún m.a. við ábúendur á Eiði og fór í fjöruna sem er full af illa lyktandi grúti. Með ráðherra í för voru embættismenn, m.a. forstjóri Umhverfisstofnunar og starfsmenn Hafró. Starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands og sveitarstjórnarfólk í Grundarfirði tók á móti gestunum. Á fundi með heimamönnum eftir vettvangsferðina sagði Svandís að hún teldi mikilvægt að gera áætlun um vöktun ástandsins í Kolgrafafirði í samstarfi við heimamenn og þær stofnanir sem eiga að kom að málinu. Ráðherra gat þess að svona stórfelldur fiskdauði sé einstakur á landsvísu og hugsanlega heimsvísu einnig.

 

 

 

Fram til dagsins í dag höfðu menn ekki orðið varir við grútarblauta fugla við Kolgrafafjörð, en í gær fannst langvía í fjörunni á Eiði. Hefur hún væntanlega lent í grúti á sjónum en ekki í fjörunni. Vaktað verður næstu vikurnar hvort meira verður vart við grút í fugli.

 

„Ég er afskaplega ánægð með hvað ráðherra tók af skarið með að gera vöktunaráætlun í samráði við stofnanir og heimamenn. Þá er einnig jákvætt að svo virðist sem niðurbrot á grútarmengun sé að gerast hraðar en menn þorðu að vona,“ segir Sigurborg Kr Hannesdóttir forseti bæjarstjórnar í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is