Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2013 09:39

Önnur hrina síldardauða er hafin í Kolgrafafirði

Svo virðist sem veðuraðstæður nú séu þær sömu og um miðjan desember þegar gríðarlegur síldardauði varð inni í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi; logn og froststilla. Þá var talið að um 30 þúsund tonn af síld hafi drepist í firðinum. Nú er það sama að endurtaka sig. Sjónarvottar sem voru á ferðinni í Kolgrafafirði síðdegis í dag sáu mikið af nýdauðri síld í fjörunni frá brúnni og meðfram fjörunni að bænum Eiði. Einmitt á þeim slóðum var mest af síld sem barst á land í desember. Sjónarvottur sem hafði samband við ritstjórn Skessuhorns í dag greindi frá því að seint í gærdag, þegar hann var á ferð í Kolgrafafirði, hafi hann séð kraumandi sjó af hálfdauðri síld og þorsk synda að því er virtist vankaðan í land og drepast. Því virðist sem súrefnisleysi eða kaldur sjór, hvor heldur sem ástæðan er, sé nú að orsaka annað umhverfisslys í firðinum. Slíkt mun væntanlega sjást betur í birtingu í fyrramálið. Hafrannsóknastofnun mældi nýlega að um 200 þúsund tonn af síld væru í Kolgrafafirði.

Þess má geta að ef ástæða síldardauðans er kyrrt veður og frost, þá er spáð hvassri suðaustan átt í nótt og fyrramálið. Slíkt mun því til bóta, séu veðuraðstæður orsökin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is