Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2013 02:37

Mikið af dauðri síld á fjörunum við Eiði

Áfram halda ófarir síldarinnar í Kolgrafafirði. Í hádeginu þegar ljósmyndara Skessuhorns bar að garði voru Bjarni Sigurbjörnsson og Guðrún Lilja Arnórsdóttir bændur á Eiði að kynna sér aðstæðurmar í fjörunni. Þar var nýdauð síld út um allt og hún bókstaflega bunkaðist upp í fjöru eftir allri strandlengjunni frá Eiði og að brúnni vestan megin í firðinum. Hrikalegt er að horfa upp á alla þessa síld innan um grútinn sem fyrir var eftir síldardauðann í desember. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lét þess getið í heimsókn sinni í Grundarfjörð sl. fimmtudag að síldardauðinn í desember hafi verið einsdæmi og myndi líklega ekki endurtaka sig. Ráðherra og starfsmenn Hafró og Umhverfisstofnunar voru þó varla lagðir af stað til Reykjavíkur síðdegis á fimmtudaginn þegar vart var við að meiri síldardauði væri í uppsiglingu. Líklega hafa þúsundir tonna drepist í gær, föstudag, þegar veðuraðstæður voru þær sömu og þegar síldardauðinn í desember var sem mestur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is