Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2013 05:54

Bryndís hyggst hætta sem rektor á Bifröst næsta sumar

Í dag voru 58 nemendur útskrifaðir frá Háskólanum á Bifröst. Þeir útskrifast úr diplómanámi í verslunarstjórnun og grunnnámi og meistaranámi úr öllum deildum skólans. Í ræðu sinni við útskrift talaði Bryndís Hlöðversdóttir rektor m.a. um framlög til háskólastigsins og Háskólagátt, nýtt aðfararnám Háskólans á Bifröst sem verður án skólagjalda. Jafnframt greindi hún frá því að hún muni hætta störfum við skólann þann 1. ágúst næstkomandi.

 

 

 

 

 

Fjárskortur á háskólastiginu alvarlegur

Bryndís ræddi í útskriftarræðu sinni um að afkoma skólans hefði farið batnandi síðustu ár og að rekstur hans væri í þokkalegu jafnvægi eftir langt erfiðleikatímabil. Skólinn væru þó langt í frá kominn í skjól, hann væri eins og aðrir háskólar í landinu, undirfjármagnaður og að það væri sorglegt hversu aftarlega Íslendingar væru þegar kæmi að fjárlögum til háskóla. Það gengi ekki upp til lengdar fyrir skólana að mennta hvern háskólanema hér fyrir helmingi minna fé en það kostar á Norðurlöndum og stjórnvöld yrðu að horfast í augu við þá staðreynd að verði háskólastiginu ekki tryggð þau framlög sem það þarf til að standast sívaxandi alþjóðlega samkeppni og gæðakröfur, þá muni það verða undir í þeirri samkeppni með tilheyrandi landflótta ungs fólks í framtíðinni.

 

Háskólagátt - nýtt aðfararnám án skólagjalda

Bryndís ræddi um að á sama tíma og fjöldi háskólamenntaðra ykist þá sæti eftir hópur fólks með litla eða enga framhaldsmenntun. Samkvæmt opinberum upplýsingum væru um 30% Íslendinga á aldrinum 25-64 ára sem hefðu ekki lokið formlegu námi umfram skyldunám en þessi hópur yrði auðveldlega atvinnuleysi að bráð. Sagði Bryndís að á þessu sviði væri menntunarstig hér á landi með því lægsta sem þekktist í Evrópu. Nú hefðu stjórnvöld í tengslum við 20/20 markmið sín ákveðið að ráðast til atlögu við þennan vanda með það að markmiði að ná þessu hlutfalli niður í 10% á næstu árum. Háskólinn á Bifröst hefðu nú ákveðið að leggja þessum markmiðum lið og bjóða upp á nýtt og endurskoðað aðfararnám, Háskólagátt, frá og með næsta hausti. Nám í Háskólagátt yrði án skólagjalda en með því væri skólinn að leggja sín lóð á vogarskálar þess markmiðs að auðvelda fólki að ljúka framhaldsnámi sínu. Þetta væri skólanum mögulegt þar sem stjórnvöld hefðu lýst sig reiðubúin að hækka fjárframlög með nemendum í aðfararnámi ef skólagjöld yrðu felld niður. Nýja Háskólagáttin verður opin fyrir inntökur strax eftir helgi og munu nemendur einungis þurfa að greiða skráningargjald í upphafi náms.

 

Hættir sem rektor 1. ágúst

Bryndís talaði um að Háskólinn á Bifröst hefði, eins og margar aðrar stofnanir hér á landi, gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu árum. Eftir efnahagshrunið hefðu starfsskilyrði skólans breyst verulega, aðsókn hefði dalað og þegar hún tók við starfi sem rektor var ljóst að framlegð stóð ekki undir rekstrinum. Á hennar starfstíma hafi verið markvisst tekist á við rekstrarvanda skólans með ágætum árangri og í lok árs 2011 hefði reksturinn verið kominn í jafnvægi. Þetta hefði tekist án þess að hækka skólagjöld til nemenda. Þá hafi stefna skólans verið mótuð til frambúðar með áherslu á sjálfbærni og ábyrga stjórnendamenntun, ásamt því að stjórnskipulag skólans hafi verið endurskoðað til að styrkja grundvöll hans og bæta stjórnsýsluna. Talaði Bryndís um að nú rúmum tveimur árum eftir að hún hefði tekið við væru ákveðin vatnaskil í þeim verkum sem hún hefði ráðið sig til og að nú væri kominn tími til fyrir nýjan einstakling að taka við keflinu. Hún hefði því greint stjórn skólans frá þeirri ákvörðun sinni að segja starfi sínu sem rektor lausu og myndi láta af störfum þann 1. ágúst næstkomandi. Bryndís sagðist nokkuð stolt af því búi sem hún væri að skila af sér á þessum tímapunkti og að hún hlakkaði til að fylgjast með öflugu skólastarfi á Bifröst í framtíðinni.

Í ávörpum fulltrúa allra útskriftarhópa kom fram mikil ánægja með að hafa valið Háskólann á Bifröst. Verkefnaálag væri mikið en það væri gott veganesti fyrir framtíðina. Talað var um mikla samkennd á meðal nemenda og að Bifröst væri góður staður til að mennta sig og að búa á.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is