Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. febrúar. 2013 10:57

Ofsarok í augnablik við Hafnarfjall

Um miðnætti sl. laugardagskvöld snerist vindátt á veginum við Hafnarfjall úr suðaustan átt í norðvestan átt, ef marka má vindáttar- og vindhraðamælinn á Hafnarmelunum. Á nokkurra mínútna kafla þegar vindáttin var að breytast gerði ofsarok á svæðinu, fór í 40 metra á sekúndu í staðvindi en upp í 77 m/sek í hviðum. Veðurathugunarstöðvar í nágrenninu, svo sem við Akrafjall og Kjalarnes, sýndu á sama tíma mjög skaplegt veður en hinsvegar má sjá að á Vatnaleið á Snæfellsnesi kom klukkutíma síðar allsterkur sveipur sem einnig varði stutt og styður það kenningu um að bilun í vindmælinum á Hafnarmelum hafi ekki orsakað þetta skyndilega en skammvinna óveður. Að sögn lögreglu er ekki vitað um óhöpp í umferðinni af þessum völdum við Hafnarfjall, en samkvæmt umferðartalningu var á annan tug bíla á ferðinni þessar mínútur sem vindhraðinn var mestur. 

Göldrótt veður

Dæmi er um að sambærileg tilvik áður á Hafnarmelum. Á fyrstu árum vindmælis Vegagerðarinnar á þessum stað héldu menn stundum að bilun hefði komið upp í búnaði þegar sambærilegur vindhraði mældist. Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn, sem lengi hefur starfað í lögreglunni í Borgarnesi, minnist tilfella á þessum slóðum þar sem vindátt breyttist skyndilega og samhliða gert ofsarok með óútreiknanlegum sviptivindum. „Það er eins og veður á þessum stað geti nánast orðið göldrótt, þegar hvirflar eða hnútar verða á veginum. Eitt sinn fyrir mörgum árum komum við til aðstoðar fólki sem misst hafði Blazer jeppa út fyrir veg og hann snúist heilan hring í loftinu. Fólkinu var komið fyrir í Höfn þar til veðrið gekk niður. Eftir að hafa komið fólkinu í húsaskjól og komum aftur á staðinn virtist sem bíllinn hefði skrúfast aftur upp í loftið og lent þannig að hann sneri í aðra átt. Við slíkar aðstæður er alls ekki stætt á þessum stað og mannskaðaveður. Þá þekkjum við dæmi um fjölda óhappa við slíkar aðstæður á Hafnarmelunum. Oft hafa menn því ekki trúað veðurmælinum, en hann lýgur sennilega sjaldnast,“ sagði Theódór.

 

Ekki rætt við heimafólk um vegstæðið

Theódór rifjar upp samtal sem hann átti eitt sinn við Pétur Sívertsen Torfason sem þá var bóndi í Höfn. Við ákvörðun vegstæðisins á Hafnarmelum hafi ráðamenn ekki haft samráð við heimafólk sem hefði aldrei mælt með þessari staðsetningu. Benti Pétur á að menn ættu að líta til þess hvar hrossin héldu sig í höm í slæmum veðrum. Það væri annað hvort upp við rætur fjallsins eða meðfram ströndinni. Þetta var fyrir tíma vegagirðinga á Hafnarmelum og því algengt að hrossahópar væru fyrir í umferðinni um veginn. Voru menn þá jafnvel að hengja endurskinsmerki í hrossin til að koma í veg fyrir óhöpp. Theódór tekur undir með Pétri fyrrum bónda að skynsamlegt væri að gera t.d. vetrarveg meðfram fjallsrótum því þar væri oftast autt. Hviðurnar fara ekki niður með fjallinu heldur fjær því og skelli einmitt niður þar sem vegurinn liggur nú.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is