Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. febrúar. 2013 11:31

Haminn Quaintance leystur undan samningi

Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms ákvað á föstudaginn að segja upp samningi við Haminn Quaintance, bandarískan leikmann liðsins. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns deildarinnar er ástæðan samskiptaörðugleikar hans við leikmenn, þjálfarateymi og starfsmenn deildarinnar. „Framkoma leikmannsins og virðingarleysi gagnvart samherjum og starfsmönnum hefur farið stigvaxandi og varð ekki lengur við unað. Ákvörðunin snýr að engu leyti að frammistöðu hans inni á vellinum en hegðan hans á æfingum og utan vallar hafa verið með þeim hætti að ekki var talinn lengur grundvöllur til samstarfs,“ sagði Bjarki.

 

 

 

 

Haminn skoraði 20 stig að meðaltali í leik með Borgnesingum og hirti 12,9 fráköst en hann lék stöðu miðherja. Félagaskiptagluggi Dominos deildar karla er lokaður og því geta Borgnesingar ekki orðið sér út um leikmann í stað Bandaríkjamannsins. „Lið Skallagríms er nú í 8. sæti úrvalsdeildarinnar og markmiðið er að halda því sæti þrátt fyrir mannabreytingar. Leikmannahópur Skallagríms hefur ekki farið varhluta af skakkaföllum á tímabilinu en nú eru flestir komnir til baka úr meiðslum og státar liðið því af jöfnum og góðum hópi leikmanna. Við í stjórninni treystum okkar mönnum fullkomlega til að klára tímabilið með sæmd,“ sagði Bjarki að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is