Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. febrúar. 2013 02:49

Blikkljós eða hátalarar til að fæla burtu síldina

„Ef þetta er sambærilegur eða meiri síldardauði en var í desember þá erum við að tala um magn sem nemur öllum síldarkvóta þessa árs sem síðan mun hafa áhrif á ákvörðun síldarkvóta næsta árs. Það er því ekki hægt að tala um hvalreka sem landeigandi eigi að sjá um að hreinsa líkt og talað var um fyrir jól heldur er þetta mál sem varðar alla þjóðina. Það er alveg ljós að ríkið verður að koma að fjármögnun til móts við okkur og mér sýnist vera fullur skilningur á því. Nú sjá allir að þetta er grafalvarlegt mál og það þarf að bregðast við því strax,“ sagði Björn Steinar Pálmason bæjarstjóri í Grundarfirði aðspurður um áhrif hins mikla síldardauða sem varð í Kolgrafafirði í síðustu viku. Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands er á sama máli. „Vandamálið er margskipt. Það þarf að taka ákvarðanir varðandi björgun bæði fugla og fiska, varðandi hreinsun í firðinum og fjörunni og varðandi aðgerðir til þess fallnar að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur.“

 

 

 

 

Aðspurður um leiðir til að koma í veg fyrir að hamfarirnar endurtaki sig segir Róbert það helst vera tvær leiðir sem verið sé að skoða varðandi það að fæla síldina frá firðinum. Annars vegar blikkljós á stólpunum við brúna sem myndu hafa fælingarmátt á síldina eða hins vegar að koma fyrir hátölurum við fjarðarmynnið með hvalahljóðum sem myndu snúa síldinni við frá brúnni. „Nú erum við að meðal annars að afla okkur heimilda um hvort eitthvað álíka hafi verið gert einhvers staðar áður en ég tel að svo sé ekki.“

 

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar rannsaka í dag síldardauðann í Kolgrafafirði. Björn Steinar sagðist í samtali við Skessuhorn bíða bráðabirgðaniðurstöðu frá Hafró en í kjölfarið verði teknar ákvarðanir varðandi framhaldið í samráði við Náttúrustofu Vesturlands, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun. Þá verður málið líklega tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun.

 

Nemendur tína síld

„Mun meira er af dauðri síld í fjörunum nú en í desember og því hafa verið dregnar þær ályktanir að síldardauðinn sé meiri nú en í fyrra. Það þarf hins vegar ekki að vera enda getur veðurfar og annað spilað þarna inn í. Nú leggjum við hjá Grundarfjarðarbæ hins vegar áherslu á að bjarga því sem bjarga má og munu t.d. nemendur fimmta til tíunda bekkjar grunnskólans fara í fjörur á morgun og tína síld í kör. Við erum komin með kaupanda á síldinni en þetta snýst bæði um að bjarga verðmætum og draga úr frekari mengun. Sem betur fer snjóaði yfir síldina um helgina og hún hefur því varðveist vel,“ sagði Björn Steinar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is