Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2013 11:16

Nánast engin nýdauð síld á botninum í Kolgrafafirði

Bráðabirgða niðurstöður Hafrannsókna-stofnunar eftir rannsóknir á síldardauðanum í Kolgrafafirði í gær eru þær að nánast engin nýdauð síld er á botninum í firðinum. Hins vegar sé ekki hægt að áætla hversu margir fiskar hafi drepist í þessari annarri hrinu síldardauða síðasta föstudag fyrr en öll gögn sem safnað var í gær hafa verið skoðuð til hlítar. „Þetta eru góðar fréttir,“ segir Björn Steinar Pálmason bæjarstjóri í Grundarfirði í samtali við Skessuhorn. „Þetta virðist allt saman vera í grynningunum við Eiði sem gefur okkur vonir um að síldardauðinn nú sé ekki af sama magni og í desember.“

Nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar hafa ásamt fleirum tínt síld í kör í allan morgun og var Björn Steinar nýkominn þaðan þegar blaðamaður náði tali af honum. „Mikil stemning er í hópnum og þetta gengur mjög vel,“ segir hann en til stendur að nota síldina í minkafóður. Smábátasjómenn hafa að auki sótt sér síld í beitu og þá hafa bændur einnig sótt sér fisk í fóður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is