Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2013 12:09

65 atkvæði á bak við kosningu Lilju Rafneyjar í fyrsta sæti VG

Talningu atkvæða í forvali Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi lauk um liðna helgi. Eins og greint var frá hér á vefnum í gær hreppti Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður fyrsta sætið. Á bak við kosningu hennar eru  65 atkvæði. Í öðru sæti varð Lárus Ástmar Hannesson með 57 atkvæði í 1.-2. sætið, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir verður í þriðja sæti en hún hlaut 47 atkvæði í 1.-3. sæti. Matthías Sævar Lýðsson hlaut 60 atkvæði í 1.-4. sæti og Reynir Eyvindsson 37 atkvæði í 1.-5. sæti. Friðrik Aspelund, formaður kjörstjórnar, sagði í samtali við Skessuhorn að næstkomandi sunnudag muni kjördæmisráð koma saman og kjósa um framboðslista sem kjörstjórn mun leggja til í framhaldi niðurstöðu forvalsins. Niðurstaðan sem nú liggur fyrir er hins vegar bindandi í fimm efstu sætin. Á kjörskrá í forvalinu voru 439. Af þeim greiddu 139 atkvæði eða 31,7%. Af greiddum atkvæðum voru einungis 83 atkvæði gild, auðir seðlar voru 2 og ógild 54.

Að sögn Friðriks Aspelund, formanns kjörstjórnar, helgast þetta háa hlutfall ógildra atkvæða af því að 50 flokksfélagar létu ekki nafn sitt fylgja atkvæðaseðlinum. Friðrik tekur þó fram að þau atkvæði hefðu ekki breytt niðurstöðu forvalsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is