Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. febrúar. 2013 03:01

„Ég hef aldrei gert upp á milli minna nemenda“

Harmonikkan hefur um tíðina verið eitt vinsælasta hljóðfærið á Íslandi og um langt skeið dönsuðu Íslendingar nánast eingöngu við óma nikkunnar á böllum og öðrum samkomum. Þeir tónar fylltu sali félagsheimila og samkomuhúsa í landinu. Fanney Karlsdóttir tónlistarkennari á Akranesi hefur ekki tölu á öllum þeim sem hún kenndi að spila á þetta vinsæla hljóðfæri, en um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar varð hvílík vakning fyrir að læra á nikku í Tónlistarskólanum á Akranesi, að árlega var Fanney að kenna hátt í þrjátíu manns á hljóðfærið. Fyrir nokkrum árum þurfti Fanney að draga sig í hlé eftir að hafa fangið sjóntaugabólgu sem olli mikilli sjóndepru. „Ég ætlaði að halda áfram að kenna alveg til sjötugs, en er engu að síður sátt að lokinni starfsævinni. Ég átti velgengni að fagna í starfi. Nemendur mínir voru undantekningarlaust mjög skemmtilegt og gott fólk, samstarfið við foreldrana var mjög gott og síðan var allur þessi fjöldi samkennara sem ég átti um tíðina og var hið ágætasta fólk,“ segir Fanney.

 

Fanney Karlsdóttir tónlistarkennari er í skemmtilegu spjalli í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is