Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2013 11:01

Leggja heiminn að fótum sér

Marz Sjávarafurðir er fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu og sölu á fiski. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 í Stykkishólmi og verður því tíu ára á þessu ári. Skessuhorn ræddi við Erlu Björgu Guðrúnardóttur eiganda og stofnanda fyrirtækisins. „Fyrirtækið gengur út á að kaupa og selja fisk frá fiskvinnslum og útgerðum til notenda á borð við fullvinnslur, heildsala og smásöluaðila víðsvegar um heim. Flestir af okkar viðskiptavinum hafa verið með okkur í langan tíma, en í gegnum ýmis vöruþróunarverkefni höfum við vaxið samhliða. Fram til þessa hafa einvörðungu konur unnið hjá Marz, og óneitanlega hefur það skapað okkur sérstöðu í þessum geira sem hingað til hefur verið mjög karllægur. Ég hef verið afskaplega heppin með starfsfólk en stelpurnar í Marz eru allar hörkuduglegar og það er ákveðinn partur af góðum árangri okkar. Við stöndum fyrir öguð og skipulögð vinnubrögð, sem framleiðendur og viðskiptavinir kunna vel að meta. En ekki síst vegna þess að við segjum ekki meira en við getum staðið við,“ segir Erla.

 

Nánar er rætt við Erlu Björgu Guðrúnardóttur eiganda Marz Sjávarafurða í Stykkishólmi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is