Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. febrúar. 2013 11:01

Besta ákvörðun sem ég hef og mun taka

Kristín Björk Lárusdóttir frá Akranesi er nýkomin heim úr ferðalagi lífs síns en hún fór í haust til Zimbabwe í Afríku sem sjálfboðaliði. Hún bjó í borginni Victoria Falls sem er best þekkt fyrir Victoria fossana frægu og laðar þannig að sér hundruð þúsunda ferðamanna á ári. „Þegar ég útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands síðasta vor var ég ákveðin í að fara eitthvað út og taka mér frí frá skóla í eitt ár. Í fyrstu var ég að skoða verkefnið „Work and Travel“ með vinkonu minni og rakst þannig á þetta verkefni af tilviljun. Um leið og ég gerði það vissi ég að þetta væri það sem ég vildi gera,“ segir Kristín Björk í samtali við Skessuhorn en þess má geta að hún dúxaði í fjölbrautaskólanum síðasta vor. Það var í gegnum heimasíðu Nínukots sem hún rakst á þessa sjálfboðavinnu í Zimbabwe. „Upphaflega ætlaði ég til Mozambique en stjórnvöld voru við það að banna alla sjálfboðaliða í landinu og þannig var mér bent á Zimbabwe,“ segir hún um tilviljanirnar sem leiddu hana að lokum í þetta stórkostlega ævintýri.

 

Kristín Björk Lárusdóttir segir frá upplifun sinni af Zimbabwe í máli og myndum í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is