Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. febrúar. 2013 11:01

Hafa valið sér draumastarfið og stunda búskap

Atli Sveinn Svansson og Guðný Linda Gísladóttir eru ábúendur í Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi ásamt börnum sínum Aroni Sölva fjögurra ára og Hrafndísi Viðju ellefu mánaða og foreldrum Atla, þeim Svani Guðmundssyni og Höllu Guðmundsdóttur. „Við stöndum öll saman að búskapnum og það gengur mjög vel. Við erum ekki eins bundin og getum brugðið okkur frá ef þess þarf. Annars er maður bundinn yfir þessu allt árið,“ segir Atli. Dalsmynnisjörðin er rúmir 800 hektarar að stærð og búskapurinn snýst aðallega um kýr. Á bænum eru um hundrað nautgripir og þar af um 45 kýr. Einnig eru 170 ær í fjárhúsunum og þá er kornrækt stundum á jörðinni. Atli og Guðný búa í húsi sem afi og amma Atla byggðu árið 1965. Atli er fæddur og uppalinn í Dalsmynni en Guðný kemur þangað um haustið 2007. Hún er alin upp í Grundarfirði og hefur áhuga á hestamennsku og hefur stundað nám og starfað í kringum hross. „Núna eigum við nokkra hesta en það hefur lítið farið fyrir hestamennskunni hjá mér undanfarið,“ segir Guðný.

 

Nánar er rætt við Atla Svein Svansson og Guðnýju Lindu Gísladóttur í Dalsmynni í blaði vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is