Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2013 01:01

Erfið rekstrarskilyrði hjá Elkem Ísland á Grundartanga

Einar Þorsteinsson forstjóri Elkem Ísland segir í grein í nýlegu riti Samtaka atvinnulífsins að það hafi nú gerst sem ekki hafi komið fyrir áður að mikils samdráttar gæti á öllum helstu markaðssvæðum á sama tíma; Evrópu, Ameríku og Asíu. Ekki bæti úr skák að við þessar aðstæður þurfti fyrirtækið að glíma við hærri skattbyrðar eins og hærra tryggingagjald, orkuskatta og kolefnisgjald, svo eitthvað sé nefnt. „Nú er svo komið að verkefni dagsins er að leita leiða til að koma í veg fyrir alvarlegt rekstrartap,“ segir Einar í tímariti SA sem nefnist Fleiri störf - Betri störf.

Einar rekur í greininni að Elkem hafi farið út í miklar fjárfestingar um miðjan síðasta áratug og hafið framleiðslu á fljótandi kísiljárni, FMS. Fjárfestingin var um sjö milljarða íslenskra króna. Ástandið hafi hins vegar snúist til verri vegar. Áhrifa alþjóðlegu fjármálakreppunnar fór fljótt að gæta í minnkandi eftirspurn eftir kísiljárni og lækkandi verði á heimsmarkaði. Einar segir að miðað við ástandið nú sé markmið fyrirtækisins að halda því sem er til staðar en draga tímabundið úr endurbótum þar til markaðshorfur í heiminum batni á ný. Í dag starfa um 170 hjá Elkem og í verktöku eru jafnan um hundrað manns. Þrír bræðsluofnar eru í verksmiðjunni og Einar getur þess í umræddri grein að aukin samkeppni sé komin við Ameríku í staðsetningu vinnsluvera. „Okkur langar til að bæta við ofni og höfum allt til þess nema rafmagn og við finnum að eigendur hafa áhuga. Orkuverðið er hinsvegar of hátt til þess að einhverjum detti í hug að byggja kísilver í Evrópu. Meðal annars vegna nýrra gaslinda í Ameríku er orkuverð þar að lækka. Að óbreyttu orkuverði í Evrópu er líklegt að alþjóðafyrirtæki staðsetji sig frekar í Ameríku. Og svo verða menn að standa við gerða samninga,“ segir Einar og vitnar þar til þess að stjórnvöld hafi ekki staðið við gerða samninga um skattaumherfið frá árinu 2009.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is