Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. febrúar. 2013 06:45

Húshitunarkostnaður hæstur í Grundarfirði, Neskaupstað og Vopnafirði

Byggðastofnun fékk Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteignum á nokkrum þéttbýlisstöðum í landinu á ársgrundvelli. Viðmiðunareignin er 161,1 m2 einbýlishús og 351 m3. Stærð lóðar er 808m2. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá 1. janúar 2013. Í Byggkorni, fréttabréfi Byggðastofnunar segir að af þeim stöðum sem skoðaðir voru reyndist rafmagnsverð hæst hjá notendum RARIK í dreifbýli; 103.059 krónur. Í þéttbýli er rafmagnsverð hæst á orkuveitusvæði RARIK 77.533 kr. Lægst er rafmagnsverðið á Akureyri 66.278 kr. en hæsta verð er rúmlega 55% hærra en það lægsta. Í þéttbýli er hæsta verð 17% hærra en lægsta verð.

 

 

 

 

Þegar kemur að húshitunarkostnaðinum verða skilin enn skarpari. Þar er hæsti kyndingarkostnaður á orkuveitusvæði RARIK í dreifbýli kr. 217.063. Í þéttbýli er kostnaðurinn hæstur í Grundarfirði, Neskaupstað og á Vopnafirði kr. 187.133. „Þess ber að geta að á nokkrum öðrum þéttbýlisstöðum er húshitunarkostnaður hærri en hér kemur fram fyrir þá íbúa sem ekki eiga kost á hitaveitu eða fjarvarmaveitu. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er á Sauðárkróki kr. 68.707. Hæsta verð er 216% hærra en lægsta verð. Í þéttbýli er hæsta verð 172% hærra en lægsta verð.“

Ef horft er til heildarkostnaðar þá er kostnaðurinn hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði RARIK kr. 320.123. Heildarkostnaður í þéttbýli er hæstur á Grundarfirði, Neskaupstað og Vopnafirði kr. 264.686. Lægstur er heildarkostnaðurinn á Sauðárkróki kr. 146.260. Hæsta verð er því 119% hærra en lægsta verð. Í þéttbýli er hæsta verð 81% hærra en lægsta verð. Eins og bent er á hér að framan eru aðstæður þannig á nokkrum þéttbýlisstöðum að ekki eiga allir húsráðendur kost á hitaveitu eða fjarvarmaveitu. Húshitunarkostnaður þessara íbúa er hærri en fram kemur í súluritinu en sést aftur á móti í samanburðartöflunni. Þá ber og að hafa í huga að á nokkrum stöðum er veittur afsláttur af gjaldskrá hitaveitu þar sem ekki er hægt að tryggja lágmarkshita vatns til notanda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is