Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. febrúar. 2013 12:01

Keppt í Góðum lífsstíl í Ólafsvík

Síðasta sunnudag hófst lífsstílskeppnin Góður lífsstíll í Sólarsporti í Ólafsvík. Keppnin mun standa yfir í 12 vikur og sá vinnur keppnina sem missir hæstu fituprósentuna á því tímabili. Keppt er í karla- og kvennaflokki og rúmlega 40 manns skráðu sig til þátttöku, en ekki er hægt að skrá sig í keppnina lengur. „Keppnisgjaldið er 10.000 krónur og það rennur óskipt í keppnisverðlaun og að auki erum við með stóra aukavinninga að verðmæti 150.000,“ segir Gylfi Scheving eigandi Sólarsports í samtali við Skessuhorn. Aukavinningarnir eru þriggja mánaða kort og tíu tíma ljósakort í Sólarsporti, úttekt fyrir æfingafatnaði frá heildsversluninni Namo, úttekt fyrir fæðubótarefnum frá heildversluninni Core, kvöldverður fyrir tvo og hótelgisting á Hótel Búðum og kvöldverður fyrir tvo og hótelgisting á Gistiheimilinu Langaholti. „Keppendurnir þurftu ekki að kaupa kort í stöðinni til að keppa, það er líka hægt að æfa heima, en við buðum þátttakendum þriggja mánaða kort fyrir 18.000 krónur í stað 21.000,“ segir Gylfi og það voru margir sem að nýttu sér tilboðið.

Gylfi stofnaði Sólarsport árið 1997 með eiginkonu sinni Jóhönnu og börnum þeirra. „Við erum búin að reka stöðina í 16 ár og bjóðum upp á flotta stundatöflu á hverju ári. Líkamsræktarstöðin er vel tækjum búin og margir íbúar svæðisins sem sækja hana og í Sólarsporti starfa sex kennarar og þrír einkaþjálfarar. Fólk er farið að hugsa meira um sjálft sig og þaðan kemur áhuginn. Við erum vel sett með þjálfara hérna. Lilja Stefáns hefur verið hjá okkur frá því við opnuðum 1997, þannig að þjálfararnir haldast vel hjá okkur,“ segir Gylfi. Hann er ánægður með þátttökuna í keppninni. „Við vildum ekki fara út í þetta án þess að vita hvernig þetta færi fram. Því sendum við Sigurð son okkar til Reykjavíkur til að sjá hvernig svona átak væri skipulagt og þá vorum við ákveðin í að taka þetta með pompi og prakt. Þátttakan hefur farið fram úr okkar björtustu vonum og ég er þakklátur þeim sem tóku þátt og það er greinilegt að áhuginn er mikill.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is