Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. febrúar. 2013 02:14

Ugluklettur meðal tilnefndra til Orðsporsins 2013

Dagur leikskólans  er í dag haldinn hátíðlegur í sjötta sinn. Leikskólar landsins halda upp á daginn með ýmsum hætti til að vekja athygli á starfi leikskólakennara og til að kynna starfsemi leikskóla út á við. Í tilefni dagsins veitti Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra viðurkenningar sem nefnast Orðsporið. Eru þær veittar til þeirra sem hafa þótt skara fram úr og unnið ötullega í þágu leikskóla og/eða  leikskólabarna hér á landi. Það voru það Súðavíkurhreppur og Kristín Dýrfjörð og Margrét Pála Ólafsdóttir sem hlutu Orðsporið 2013. Súðavíkurhreppur fyrir að vera með 6 klukkustunda gjaldfrjálsan leikskóla fyrir öll börn á leikskólaaldri og þær Kristín og Margrét Pála hlutu sameiginlega viðurkenningu fyrir opinbera umfjöllun um leikskólastarf hvor á sínum vettvangi og frá ólíkum sjónarhornum.

 

 

 

 

Tilnefningar til orðsporsins 2013 voru 31. Meðal þeirra sem hlutu tilnefningu var leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi fyrir „Frumkvöðlastarf og þróun á skólastefnu sem byggir á kenningum Mihaly Csikszentmihalyi um jákvæða sálfræði og þá sérstaklega Frjálst flæði (flow).“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is