Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2013 10:13

Síldardauðinn upp undir jafn mikill og veiðiheimildir þessa árs

Niðurstöður mælinga Hafrannsóknastofnunar benda til þess að um 22 þúsund tonn af síld hafi drepist í Kolgrafafirði í byrjun febrúar. Kemur það magn til viðbótar þeim 30 þúsund tonnum sem drápust í firðinum í desember síðastliðnum. Áætlun Umhverfisstofnunar, Hafrannsóknastofnunar og Náttúrustofu Vesturlands um vöktun í firðinum liggur nú fyrir. Samtals hafa því um 52 þúsund tonn af síld drepist í firðinum frá því í desember en til samanburðar má geta þess að aflamark síldar á yfirstandandi fiskveiðiári er 65 þúsund tonn. Á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins kemur fram að ráðuneytisins auk fulltrúa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis hafi frá því á þriðjudag fundað daglega með forstjórum og sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar og Umhverfisstofnunar þar sem farið er yfir stöðu mála en ráðuneytin leggja ríka áherslu á að grannt sé fylgst með þróun mála í firðinum. Að auki var Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands á fundinum með þessum aðilum í gær.

Að honum loknum var gengið frá eftirlitsáætlun stofnananna þriggja vegna ástandsins í firðinum en líkt og Skessuhorn hefur áður sagt frá samþykkti ríkisstjórnin sex milljóna króna fjárveitingu til hennar sl. þriðjudag.

 

Rannsaka áhrif þverunar

Hafrannsóknastofnun hefur þegar fundað með Vegagerðinni vegna athugunar á mögulegum áhrifum þverunar fjarðarins á hegðun síldarinnar og munu sérfræðingar í framhaldinu fara yfir þær forsendur sem lágu að baki umhverfismati framkvæmdarinnar á sínum tíma. Vatnaskipti og straumakerfi í firðinum verða sérstaklega til athugunar og hvort ástæða sé til að ætla að röskun hafi orðið á þessum þáttum við þverun fjarðarins. Í samtali við Skessuhorn nýverið sagði Róbert Arnar mynni Kolgrafafjarðar hafa verið fremur þröngt áður en fjörðurinn var þveraður, en þó sé ekki hægt að útiloka að breyttir straumar eða aðrar breytingar á aðstæðum eftir gerð vegfyllingar og brúar hafi aukið líkurnar á viðburðum af þessu tagi. Þá hafa verið uppi kenningar um að háhyrningar hreki síldina inn á þrönga firði eins og Kolgrafafjörð.

 

Samkvæmt rannsóknum eru orsakir þessa mikla síldardauða súrefnisskortur og því verður einnig farið í ítarlegar rannsóknir svo hægt sé að meta betur orsakasamhengið og hvað veldur súrefnisskortinum. Þá hafa sérfræðingar rætt um hugsanlegar aðgerðir til hreinsunar í firðinum sem gripið verður til ef þörf krefur en ljóst er að möguleikar til slíkra aðgerða eru takmarkaðir. Fuglum stafar helst hætta af grútarmengun í fjörum og er því mest áhersla lögð á þann þátt. Róbert Arnar hefur þegar óskað eftir sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á að taka þátt í þvotti á grútarblautum fuglum eða skipulögðum göngum til að leita þeirra. Sérfræðingar munu meta hvort hægt sé að grípa til forvarnaaðgerða til að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir endurtaki sig en langur tími getur liðið þangað til lausn hvað það varðar liggur fyrir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is