Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2013 09:24

Ráðherrar funda um atvinnumál í Norðvesturkjördæmi

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hafa boðað til fundar um tilraunaverkefni varðandi hækkað menntastig á vinnumarkaði í Norðvesturkjördæmi. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum á Bifröst miðvikudaginn 13. febrúar kl. 17. Til fundarins er boðið forsvarsfólki háskóla, símenntunarmiðstöðva og framhaldskóla á svæðinu, sveitarfélaga, fyrirtækja og stéttarfélaga auk þingmanna kjördæmisins. Árið 2011 gaf ríkisstjórnin ákveðin fyrirheit um aðgerðir í vinnumarkaðs- og menntamálum sem miðuðu meðal annars að bráðaaðgerðum og öðrum aðgerðum til þriggja ára. Má þar til að mynda nefna verkefnin „Nám er vinnandi vegur,“ „Vinnandi vegur“ og „Liðsstyrkur“. Nú þegar bráðaaðgerðum er að ljúka er hins vegar kominn tími til að meta stöðuna og horfa fram á veg, eins og fram kemur í minnisblaði um samstarf ríkisstjórnar Íslands við aðila vinnumarkaðarins um mennta- og vinnumarkaðsmál.

 

 

 

 

Fyrir liggur að um það bil 950 milljónum krónum verði óráðstafað hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna náms atvinnuleitenda og hjá Atvinnuleysistryggingasjóði vegna námsstyrkja árin 2012 og 2013. Þess vegna leita stjórnvöld nú samstarfs aðila vinnumarkaðarins um ráðstöfun þessa fjár en því verður varið í að hækka menntunarstig á vinnumarkaði í samræmi við sameiginlegt markmið stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins.

 

Tilraunaverkefni í Norðvesturkjördæmi

Rúm 30% einstaklinga á vinnumarkaði eru einungis með grunnskólapróf og hefur það hlutfall lítið breyst undanfarin tuttugu ár. Skortur er í atvinnulífinu á starfsmenntuðu fólki, einkum í verk- og tæknigreinum. Ný störf kalla á menntað starfsfólk og er því hætta á að minnst menntaði hópurinn sitji eftir án vinnu þegar kreppunni linnir en rannsóknir sýna að beint samhengi sé á milli atvinnuleysis og menntunar. Þess vegna þykir brýnt að gera þessum stóra hópi fólks kleift að bæta sína menntunarstöðu á vinnumarkaði til að auka aðgengi hans að nýjum störfum.

Tillögur stýrihóps miða meðal annars að því koma á stöðluðu einingakerfi fyrir símenntunarmiðstöðvar, framhaldsskóla og frumgreinadeildir og nýju námsstyrkjakerfi sem tekur meðal annars mið af reynslu á vinnumarkaði. Fyrst þurfi þó að setja upp tilraunaverkefni með það að markmiði að kanna eftirspurn, þörf og kostnað ásamt því að þróa samstarf og nýjar námsleiðir. Verkefnið þurfi að vera þróað bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og því hefur verið lagt til að Norðvesturkjördæmi og Breiðholt í Reykjavík verði valin við framkvæmd þessa tilraunaverkefnis. „Í Norðvesturkjördæmi er gott þversnið af íslensku atvinnulífi; stóriðja, sjávarútvegur, ferðaþjónusta, landbúnaður og þjónusta ýmis konar. Þar eru þrjár öflugar símenntunarstöðvar, fimm framhaldsskólar og þrír háskólar auk háskólaseturs,“ segir jafnframt í minnisblaði frá ráðherrunum. Lagt er til að tilraunaverkefnið hefjist haustið 2013 og standi í eitt ár.

 

Á fundinum á Bifröst næstkomandi miðvikudag verða hugmyndir að verkefninu kynntar með það meðal annars í huga að fá fram áhuga innan svæðisins til þessara hugmynda, auk þess að fá fram mat fólks á raunhæfni þeirra og framkvæmd.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is