Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2013 06:10

Bolludagur og dagur Neyðarlínunnar - skemmtileg tilviljun

Bolludagur er einatt mánudagur í föstuinngangi, sjö vikum fyrir páska, en föstuinngangur kallast síðustu þrír dagarnir fyrir lönguföstu, sem hefst á miðvikudegi með öskudegi. Bolludagurinn er einmitt í dag mánudaginn 11. febrúar. Talið er að Íslendingar séu þjóðum fremri í bolluáti, enda öfgafullir á sinn hátt í mörgu sem þeir taka sér fyrir hendur. Milljónir bolla hafa því síðustu daga skipt um hendur enda væri miklu eðlilegra að kalla þetta tímabil bolludaga, fremur en bolludag í eintölu, þó hátindi nái hátíðin í dag. Bollur; ger- eða vatnsdeigs, klassískar sem óvenjulegar, kenndar við Berlín eða Bailys, skreyttar með súkkulaði eða karamellu, er nú að finna í bakaríum landsins. Flestar eiga bollurnar þó sammerkt að vera fylltar með íslenskum rjóma. Dagurinn er því ekki einvörðungu hátíðisdagur bakara, heldur ekki síður munu Mjólkursamsalan og kúabændur njóta góðs af. Skessuhorn hvetur þó Íslendinga til að ganga hægt um gleðinnar dyr í þessu sem öðru og minnir á að ef óhófs er gætt í bolluáti, er dagurinn jafnframt dagur neyðarnúmersins 112, ef illa fer.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is