Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2013 10:40

Þeir sem kunna skyndihjálp eru líklegri til að hjálpa

„Þeir sem hafa farið á námskeið í skyndihjálp treysta sér miklu fremur en aðrir til að veita bráðveikum eða alvarlega slösuðum skyndihjálp. Það á sérstaklega við um þá sem hafa farið á námskeið á síðustu þremur árum.“ Þetta kemur skýrt fram í niðurstöðum könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Neyðarlínuna í tilefni af 112-deginum. Í hópi þeirra sem farið hafa á námskeið á síðustu þremur árum segjast 85% treysta sér til að aðstoða en aðeins þriðjungur þeirra sem aldrei hafa farið á námskeið. Könnunin sýnir einnig að nær fimmtungur hefur lent í að þurfa að veita lífsbjargandi skyndihjálp. Líkurnar á því að þurfa að beita skyndihjálp við erfiðar aðstæður eru því miklar.

 

 

 

 

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag, 11. febrúar. Hann er einnig haldinn víða um Evrópu en 112 er samræmt neyðarnúmer í löndum Evrópusambandsins. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Að þessu sinni er áhersla lögð á að hvetja fólk til að læra skyndihjálp og hika ekki við að veita fyrstu aðstoð á vettvangi slysa og veikinda. Reynslan sýnir að margir hika við að koma veikum og slösuðum til aðstoðar, meðal annars vegna skorts á þekkingu í skyndihjálp eins og könnun Capacent Gallup bendir til.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is