Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2013 12:52

Snæfell tapaði fyrir KR

Snæfell tók á móti KR í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik síðastliðinn laugardag. Heimastúlkur byrjuðu vel og voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 25-21. Þær bættu enn á forskot sitt í upphafi annars leikhluta og komust í stöðuna 36-21 eftir hverja þriggja stiga körfuna á fætur annarri. KR náði að minnka muninn áður en fyrri hálfleikur var úti en staðan í leikhlé var 41-33 Snæfelli í vil.

Gestirnir komu grimmir til leiks í síðari hálfleik með Shannon McCallum í broddi fylkingar. Hún átti eftir að gera alls 45 stig áður en leiktíminn var úti. KR saxaði jafnt og þétt á forskot Snæfells og voru yfir, 54-56, þegar lokafjórðungurinn hófst.

Allur vindur virtist úr heimastúlkum eftir að hafa lent undir og náðu þær sér aldrei á strik aftur. Bilið hélt áfram að breikka á milli liðanna í fjórða leikhluta og lokatölur urðu 64-72 fyrir KR.

Stigahæst í liði Snæfells var Alda Leif Jónsdóttir með tuttugu stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar. Á eftir henni koma Hildur Sigurðardóttir með 14 stig, ellefu fráköst og þrjár stoðsendingar, Kieraah Marlow með 13 stig og jafnmörk fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir með ellefu stig og fimm fráköst og þá gerðu Rósa Kristín Indriðadóttir og Berglind Gunnarsdóttir báðar þrjú stig. Berglind fór hins vegar úr axlarlið í leiknum og kom ekkert við sögu í síðari hálfleik.

Sem áður sagði var Shannon McCallum langatkvæðamest í liði KR með 45 stig, ellefu fráköst, þrjár stoðsendingar og sjö stolna bolta. Næst á eftir henni kom Sigrún Sjöfn Ámundadóttir með tíu stig og níu fráköst.

Snæfell er áfram í öðru sæti deildarinnar með 32 stig en KR komst upp í þriðja sæti með sigrinum. Næsti leikur Snæfells er gegn Val í Vodafonehöllinni miðvikudaginn 20. febrúar næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is