Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2013 01:51

Snæfell með nauman sigur gegn KFÍ í framlengdum leik

Snæfell mætti KFÍ á Ísafirði í Domino‘s deild karla í körfuknattleik í gærkvöld. Snæfell, sem nú deilir toppsæti deildarinnar með Grindavík, þótti sigurstranglegra en KFÍ hefur verið í botnbaráttu í deildinni nánast allt tímabilið.

Snæfell byrjaði vel og náði sex stiga forystu um miðjan fyrsta leikhluta. Heimamenn gáfust hins vegar ekki upp og náðu yfirhöndinni áður en leikhlutinn var úti en staðan var 26-21 þegar annar leikhluti hófst. Snæfellingar sýndu hins vegar styrk sinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og gerðu þrjátíu stig gegn 16 stigum KFÍ. Staðan var því 42-51 í hálfleik.

Snæfell var komið í vænlega stöðu og virtist hafa örugg tök á leiknum í upphafi síðari hálfleiks. Að þriðja leikhluta loknum var staðan 65-79 Snæfelli í vil og virtust stigin tvö komin í höfn. Heimamenn gáfust hins vegar ekki upp svo auðveldlega og mættu grimmir til leiks í fjórða leikhluta. Eftir hreint ótrúlegan sóknarleik náðu þeir þriggja stiga forystu í stöðunni 94-91 og hafði Snæfell einungis rúma sekúndu til að jafna leikinn. Spennan var því gífurleg meðal áhorfenda þegar Jay Threatt tók næsta skot rétt fyrir utan þriggja stiga línuna og jafnaði leikinn með ótrúlegri flautukörfu. Staðan var orðin 94-94 og leikurinn framlengdur.

Snæfellingar höfðu að lokum betur í framlengingunni og var lokastaðan 106-110.

Stigahæstur í liði Snæfells var Sigurður Á. Þorvaldsson með 34 stig og tólf fráköst. Næstur kom Jón Ólafur Jónsson með 22 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Ryan Amaroso gerði 19 stig og tók 17 fráköst, Jay Threatt 16 stig og fimm stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson tíu stig og sex fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson fimm stig og Stefán Karel Torfason fjögur stig. Í liði KFÍ var Damier Erik Pitts langstigahæstur með 38 stig.

Næsti leikur Snæfells er gegn Fjölni í Stykkishólmi fimmtudaginn 21. febrúar næstkomandi en eftir sigurinn er Snæfell, sem áður sagði, komið á topp deildarinnar við hlið Grindavíkur með 24 stig. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is