Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2013 01:05

Bjarki Pétursson er Íþróttamaður Borgarbyggðar 2012

Kylfingurinn Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness var í gærkvöldi valinn Íþróttamaður Borgarbyggðar fyrir árið 2012 á verðlaunaathöfn sem haldin var að leik Skallagríms og Tindastóls loknum. Að valinu stendur tómstundanefnd Borgarbyggðar á grundvelli tillagna íþróttafélaga í sveitarfélaginu og var þetta í 22. sinn sem verðlaunin eru afhent. Bjarki var einnig valinn í Íþróttamaður Borgarfjarðar af UMSB á dögunum og er því verðlaunum klyfjaður um þessar mundir. Það ætti ekki að koma á óvart því hann náði á síðasta ári frábærum árangri í sinni íþrótt. Hann keppti Íslands hönd á mótum erlendis og náði 3. sæti á Evrópumóti unglinga undir 18 ára sem haldi var í Sofíu í Búlgaríu. Einnig keppti hann með karlalandsliði Íslands á finnska áhugamannamótinu í Helsinki og hafnaði þar í 25. sæti af tæplega hundrað þátttakendum. Heima á Íslandi náði Bjarki þeim árangri að lenda í öðru sæti á Íslandsmóti unglinga í höggleik í flokki 17-18 ára, sigra á meistaramóti Golfklúbbs Borgarness með yfirburðum og bæta um leið eigið vallarmet á Hamarsvelli, en það er nú 64 högg eða sjö undir pari.

 

 

 

 

Tómstundanefnd valdi einnig íþróttamann ársins í alls tólf greinum, en að auki voru þeir tilnefndir sem íþróttamaður Borgarbyggðar. Þá fékk badmintonspilarinn efnilegi úr Skallagrími, hin 14 ára Harpa Hilmisdóttir, viðurkenningu úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar. Harpa hefur náð góðum árangri á badminton vellinum á síðustu misserum og var m.a. nýverið valin í undir 17 ára landsliðið í Badminton sem keppir á móti í Belgíu í vor. Harpa er þar að keppa þremur árum upp fyrir sig sem er til vitnis um hæfileika hennar í greininni.

 

Nánar er fjallað um útnefningu Íþróttamanns Borgarbyggðar 2012 í máli og myndum í Skessuhorni sem kemur út á miðvikudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is