Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2013 03:06

Störfum fjölgar í landi en fækkar á sjó við breytingar hjá HB Granda

Vegna betri afkomu landvinnslunnar og skerðingar á aflaheimildum hefur HB Grandi ákveðið að leggja einum frystitogara sínum og breyta öðrum í ísfiskstogara. Á næsta fiskveiðiári mun félagið því gera út þrjá frystitogara í stað fimm en fjóra ísfiskstogara í stað þriggja. Auk togaranna gerir HB Grandi út þrjú uppsjávarveiðiskip. Við breytingarnar mun sjómönnum félagsins væntanlega fækka um 34, úr 320 í 286, en störfum í landvinnslu mun fjölga um 50. Stöðugildum hjá fyrirtækinu mun því fjölga um 16 við þessar breytingar. Alls starfa um 800 manns hjá HB Granda.

Í tilkynningu á heimasíðu HB Granda segir að mat félagsins sé að meiri verðmætasköpun muni áfram felast í því að vinna aflann í landi frekar en frysta hann á sjó, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar erlendis frá eftir ferskum sjávarafurðum. Ástæðan fyrir fækkun í togaraflota HB Granda sé fyrst og fremst ónægar aflaheimildir, en síðastliðin þrjú ár hafa bolfisksheimildir félagsins minnkað um 3.445 þorskígildistonn. Afli togara fyrir hvern úthaldsdag hefur einnig aukist á undanförnum árum, úr 22 tonnum í 26 tonn. Búast má við breytingum á mönnun allra skipa HB Granda sem hafa verið kynntar sjómönnum félagsins og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Stefnt er að því að framtíðarmönnun skipanna liggi fyrir 27. mars nk. og þær taki gildi 10. júlí en þá verða uppurnar aflaheimildir frystitogaranna Helgu Maríu og Venusar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Venusi, elsta togari félagsins smíðaður á Spáni 1973, verður lagt. Helgu Maríu verður siglt til Póllands í almennt viðhald og verður breytt í ísfisktogara. Skipasmíðastöðvar í Póllandi voru með lægstu tilboðin í verkið, mun lægri en frá íslenskum fyrirtækjum. Helga María er væntanleg aftur til veiða í byrjun nóvember. Í fésbókarfærslum hefur sést að sjómenn eru uggandi vegna þessara breytinga og hyggjast funda um málið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is