Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2013 03:45

Grútarblautir ernir sjást víða í grennd við Kolgrafafjörð

„Við höfum fengið tilkynningar um að tveir grútarblautir ernir hafi sést í dag, einn inni í Hraunsfirði og hinn í Grundarfirði. Að auki sáum við tvo, ef ekki þrjá, grútarblauta erni um helgina en þeir náðu að flögra í burtu. Ómögulegt er að segja til um hvort um er að ræða sömu fuglana. Okkur finnst gott að fá tilkynningar sem þessar um grútarblauta fugla og við reynum að fylgja þeim eftir,“ sagði Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands í samtali við Skessuhorn. Hann segir ernina hafa verið þunga og blauta en þeir þurfi greinilega að vera orðnir enn þrekaðri svo mögulegt sé að ná þeim. Róbert segir á bilinu tuttugu til þrjátíu erni hafast við á svæðinu frá Grundarfirði austur að Hofstaðavogi að staðaldri og því sé hver fugl dýrmætur.

 

 

 

 

Samkvæmt nýrri eftirlitsáætlun sem samþykkt var í síðustu viku er Náttúrufræðistofu Vesturlands meðal annars falið eftirlit með grútarblautum fuglum og handsömun eða aflífun þeirra. Á fimm daga fresti verði kannað hvort, og þá í hve miklu magni, vart verði við grútarblauta fugla. „Við fórum í fyrstu eftirlitsferðina á laugardaginn og ákváðum að fara strax aftur á sunnudag. Okkur er ekki ætlað að grípa inn í heldur aðeins að skrá niður það sem við sjáum. Hins vegar er afar erfitt að grípa ekki inn í þegar ernirnir eru annars vegar og við reynum ávallt að góma þá. Nú erum við einnig að skoða í samvinnu við Náttúrufræðistofnun möguleikann á því að fljúga yfir svæðið og fylgjast þannig með flugi arnanna,“ sagði Róbert Arnar.

Auk Náttúrustofu Vesturlands sjá Umhverfisstofnum og Hafrannsóknastofnun um áframhaldandi eftirlit í Kolgrafafirði. Umhverfisstofnun hefur verið við eftirlit í firðinum í dag en henni er falið eftirlit með grút og niðurbroti síldar í fjöru. Starfsmenn Hafró fylgjast síðan með botninum og ástandi sjávar en þeim hefur einnig verið falið að skoða nánar aðgerðir sem nefndar hafa verið til þess að koma í veg fyrir að síldardauðinn í Kolgrafafirði endurtaki sig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is