Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2013 04:48

Omnis tekur þátt í tölvuskýjavæðingunni

Á Upplýsingatæki messu sem fram fór í Reykjavík sl. föstudag skrifuðu fyrirtækin Omnis og GreenQloud undir samstarfssamning sem mun ýta enn frekar við tölvuskýjavæðingunni hér á landi. Með þessum samningi getur Omnis nú boðið viðskiptavinum sínum skýjaþjónustur, sem byggja á GreenQloud tölvuskýinu, og tekið að sér uppsetningu og rekstur tölvukerfa í skýinu. Omnis mun einnig veita viðskiptavinum GreenQloud tækniaðstoð ef þekking til að nýta sér möguleika þjónustunnar er ekki fyrir hendi. Skýjaþjónustur hafa verið að ryðja sér rúms og eru hratt að breyta landslagi upplýsingatækninnar. Tölvuský nýta hugbúnað til þess að hámarka nýtingu tölvubúnaðar sem notendur leigja í klukkustund í senn eða lengur.

Um er að ræða þjónustu sem gjörbyltir verðlagningu tölvuþjónustu og hýsingar. Skýjaþjónustur eru mismunandi að gerð en flestir þekkja það að nota Facebook, Gmail, Twitter og fleiri hugbúnaðarþjónustur í skýinu. GreenQloud hefur byggt upp skýjaþjónustu þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta fengið aðgang að netþjónum og öruggum gagnageymslum á fljótari og hagkvæmari hátt en áður hefur boðist hér á landi.

Fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is