Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Sunnudagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2013 01:09

Þrettán vestlensk fyrirtæki framúrskarandi hjá Creditinfo

Síðastliðinn fimmtudag veitti Creditinfo í þriðja sinn fyrirtækjum viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í rekstri. Af rúmlega 32 þúsund fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá sýna 358 þeirra þann styrk í mælingum Creditinfo að verðskulda viðurkenninguna „Framúrskarandi fyrirtæki.“ Þar af fengu þrettán fyrirtæki á Vesturlandi þessa viðurkenningu. Þetta eru Vignir G. Jónsson hf. á Akranesi, Marz sjávarafurðir ehf. í Stykkishólmi, Akraborg ehf. á Akranesi, KG Fiskverkun ehf. á Hellissandi, Bjarmar ehf. Akranesi, Útgerðarfélagið Dvergur hf. Ólafsvík, Skagaverk ehf. Akranesi, Útgerðarfélagið Hólmar ehf. Snæfellsbæ, Útgerðarfélagið Guðmundur ehf. Ólafsvík, VER ehf. Akranesi, Sorpurðun Vesturlands hf. í Fíflholtum, Norðanfiskur ehf. Akranesi og Þórishólmi ehf. Stykkishólmi.

Til þess að komast á listann þarf fyrirtæki að uppfylla nokkur ströng skilyrði. Þau þurfa að mælast með innan við 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum, að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBITU) þrjú ár í röð og vera með eignir að lágmarki 80 milljónir króna rekstrarárin 2009 og 2011. Þá þurfa fyrirtækin að hafa skilað ársreikningum til Ríkisskattstjóra sömu ár, ársniðurstaðan þarf að vera jákvæð þrjú ár í röð, eigið fé þarf að vera 20% eða meira rekstrarárin 2009 til 2011 og fyrirtækið þarf að vera með skráðan framkvæmdastjóra í hlutafélagaskrá.

Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands, segir það mikinn heiður að lenda á þessum lista. „Það er varla algengt að fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna fái slíkar tilnefningar, en viti menn. Ég hef nú grun um að flestir á þessum lista hafi nú verið með hærri veltu en Sorpurðun Vesturlands en ég var samt sem áður stolt af mínu fyrirtæki og hinum héðan af Vesturlandi sem eru að ná þessum árangri,“ sagði Hrefna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is